Að vera eða vera ekki........

......í framboði.

Er klárlega sú spurning sem ég hef oftast fengið undanfarna mánuði. Oftast hef ég nú svarað því þannig: 

Já, ég ætli að skoða það að taka þátt áfram, en fyrir nokkru síðan fór ég að velta því fyrir mér og rifja upp, á hvaða forsendum ég tók þátt í þessu fyrir 4 árum síðan og í raun og veru kom það mér svolítið á óvart að uppgötva það, að þær forsendur væru í raun og veru allar brostnar.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér síðustu vikurnar og rætt þetta við nokkra af félögum mínum á Eyjalistanum að undanförnu, þá tók ég þá ákvörðun um síðustu helgi að gefa ekki kost á mér í sæti á lista Eyjalistans fyrir komandi kosningar og hef ég nú þegar tilkynnt stjórn Eyjalistans það og á hádegi í dag, að loknum fundi hjá umhverfis og skipulagsráði, þá tilkynnti ég meirihlutanum að þetta væri minn síðasti nefndarfundur á þessu kjörtímabili. 

Ég vil að lokum þakka félögum mínum á Eyjalistanum fyrir samstarfið sl 4 ár og óska þeim alls hins besta í komandi kosningum. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu Eyjamönnum sem stutt hafa mig og hvatt áfram. Ég er sjálfur bara nokkuð sáttur við störf mín á kjörtímabilinu, en eins og gefur að skilja mun ég þar af leiðandi ekki taka þátt í kosningunum í vor og sjálfsagt gera upp kjörtímabilið betur síðar og að sjálfsögðu mun ég halda áfram að skrifa þegar og ef ég nenni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband