Jólin 2020

Það sem svo mikið er af neikvæðni í heiminum í dag, þvi ætla ég bara að fjalla um það sem er jákvætt. Fyrr á þessu ári opnaði sundlaugin okkar eftir umtalsverðar breytingar og lagfæringar, þó svo hún hafi nú verið lokuð stórann hluta af árinu þá fannst mér þetta afskaplega vel heppnað. Óska okkur öllum því til hamingju með það. 

Einnig opnaði á árinu svokallaður Hreystivöllur. Ég vissi ekki einu sinni fyrr en fyrir stuttu síðan að hér væri búið að setja upp frispívöll. Það hefur mikið verið byggt upp í kringum íþróttirnar á undanförnum árum og frábært að horfa til dæmis á knattspyrnuhöllina okkar. Ég man vel eftir þeim árum þar sem maður æfði á gamla malarvellinum í öllum veðrum og því frábært að sjá hvernig uppbygging á þessum íþróttamannvirkjum hefur tekist. 

Bygging nýrrar slökkvistöðvar gengur vel og gott að sjá að slökkvuliðið okkar fái loksins þá aðstöðu sem þeim hefur vantað svo lengi. 

Nýlega luku verktakar vinnu við að þylja skipalyftukantinn en það vakti athygli margra sem fylgdust með hversu vel var staðið að öllum verkferlum í þessu. Ég held það sé óhætt að mæla með þessum aðilum sem unnu þetta verk í framtíðinni, enda næg verkefni við lagfæringar á höfninni. 

Mig langar líka að hrósa þeim sem komu að því að gera nýja göngustíginn upp Dalfjallið. Það er mikil breyting að sjá fyrst þessar lagfæringar á uppgöngunni í Heimaklett og núna í Dalfjalli og að mínu mati afskaplega jákvætt. 

Mjaldrarnir okkar eru aftur komnir inn í sundlaugina sína, en það vakti sérstaka athygli hversu vel girðingarnar og festingarnar á nýjum heimkynnum þeirra í Klettsvík stóðu af sér þessi ofsaveður sem við höfum fengið í haust. Ég vil nota tækifærið og óska Gunna Ella P og félögum til hamingju með vel heppnað verkefni. 

Ferjan okkar er loksins farin að sigla á rafmagni til og frá Landeyjarhöfn sem er bara afskaplega jákvætt. Vonandi mun reksturinn taka enn frekar við sér næsta sumar. 

Ég fjallaði lítillega í haust um aðstöðu suður í Klauf, fyrir þá sem stunda sjósund, með þá heitum pottum og öllu sem því fylgir. Ég tel það vera óskylt umræðunni um lón suður í hrauni, í anda Bláa lónsins, enda er það mál tengt því hvernig mögulega sé hægt að nýta umfram orku af nýrri brennslu hjá Sorpu þegar hún kemur. En að mínu mati er þetta allt saman bara jákvætt. 

Fyrir mig sem gamlann lundaveiðimann, þá hefur það verið ofboðslega jákvætt að fylgjast með gríðarlegri uppbyggingu lundastofnsins undanfarin ár, en á tímabili voru menn farnir að tala um það að hugsanlega hyrfi lundinn alveg frá eyjum. En framundan er frábær ár enda hefur lundanum fjölgað jafnt og þétt seinustu fimm árin. Það er nú einu sinni þannig að alveg sama hversu svart útlitið er, þá birtir alltaf upp síðar.

Óska öllum gleðilegra jóla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk, sömuleiðis! cool

Þorsteinn Briem, 24.12.2020 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband