Gleðilegt nýtt kvótaár

Á þriðjudaginn 1. sept. hefst nýtt kvótaár, en árið hjá mér hefur verið frekar erfitt, en er samt að ná sama afla og á síðasta ári. 

Eins og aðrir sjómenn, þá velti ég oft fyrir mér vinnubrögðum Hafró og hef gagnrýnt þau oft og mörgum sinnum, en ég hef hins vegar aldrei sett upp, hvernig ég myndi vilja sjá staðið að ákvörðunum um hvað mikið á að veiða. Vissulega þurfum við á vísindamönnunum að halda, en eins og marg hafur komið fram þá eru þeir því miður oftast nokkrum árum á eftir því sem í raun og veru er að gerast í hafinu og kannski gott dæmi um það, niðurstöður úr nýlegum rækjuleiðangri, þar sem sára lítið fannst af rækju en óvenju mikið af þorskseiðum. Þetta er ekkert flókið, það þarf að veiða meiri þorst ef menn ætla sér ekki að láta éta upp stofna eins og rækju, humar og fleira. 

En hvernig hefði ég t.d. viljar sjá úthlutun á þorski fyrir komandi fiskveiði ár?

Ef skoðað er hvað flestir sjómenn og útgerðarmenn eru að tala um, þá værum við að öllum líkindum að tala um ca. 300 þúsund tonn af þorski. Tillaga Hafró var tæð 240 þúsund tonn. Ef meðaltalið væri hins vegar tekið, þá væri hún 270 þúsund tonn af þorski, sem er að mínu mati miklu skynsamari tala. 

Ef við skoðum þetta hinsvegar út frá tillögu Hafró í löngu, þá eykur Hafró löngukvótann úr 14 þúsund tonnum í 16 þúsund tonn, á meðan mín reynsla á lönguveiðum segir mér það, að löngustofninn hafi toppað fyrir tveimur árum síðan og myndi því leggja til að hámarki 12 þúsund tonn, sem þar af leiðandi gæfi svipaðan kvóta og á ný afstaðnu kvótaári og svolítið merkilegt að lesa í júní sl. grein eftir forstjóra Hafró, þar sem hann spáir því að vegna nýjustu niðurstaðna varðandi t.d. löngustofninn, þá bendi nýjustu rannsóknir til þess að löngukvótinn muni fara niður fyrir 10 þúsund tonn á næstu árum. 

Þessi vinnubrögð sem ég er að tala um hér, hefðu einnig komið sér mjög vel í hinni rosalegri sveiflu sem ýsan hefur tekið sl. áratug, eða úr tæpum 40 þúsund tonnum upp í 105 þúsund tonn og svo aftur niður í 30 þúsund tonn. Að mínu mati einfaldlega fáránleg vinnubrögð. 

Það er mjög merkilegt að horfa á fréttirnar á rúv í kvöld, þar sem sveitastjórinn á Djúpavogi bölvaði núverandi kvótakerfi í sand og ösku, enda sveitafélagið búið að missa nánast allar sínar aflaheimildir. Ekki þarf að fara nema svona ca. áratug aftur í tímann, en þá hefði að öllum líkindum þessi sami sveitastjóri talað um besta kvótakerfi í öllum heiminum. En svona virkar frjálsa framsalið og svolítið merkilegt að heyra það nýlega að þrátt fyrir að störfum hér í Eyjum hafi fækkað verulega síðustu árin, þá hafi þó nokkrar útgerðir, sérstaklega smærri útgerðir, átt í töluverðum erfiðleikum með að manna sín skip í sumar. Hver veit nema við séum að detta inn í svipað ástand og í aðdraganda hrunsins, þar sem landsbyggðarfólk flykktist á höfuðborgarsvæðið til þess að taka þátt í veisluhöldunum þar? Og að sum leiti kannski skiljanlegt enda starfsöryggið í sjávarútveginum í dag afar lítið.

Merkilegt að fylgjast með þróun á uppsjávarveiðum og lokun Rússlands markað. Að sjálfsögðu kemur þetta sér mjög illa fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar, en þó afar misjafnt eftir fyrirtækjum. En eins og svo oft áður, þá er kannski stærsta vandamálið það að búið er að veðsetja allan þennan kvóta með kaupum á nýjum skipum, tækjum og búnaði og öðru, en vonandi tekst að leysa þetta fyrir loðnuvertíð.

Aðeins af smábátum. Það er greinilega orðið mjög brýnt ef smábátaútgerð í línuveiðum á að haldast í landinu, að fara að setja landhelgi á þessi stærstu línuveiði skip og ótrúlegt að horfa eins og síðustu daga á stórt línuveiði skip sem leggur og dregur alla vikuna, vera komið upp í kálgarða hér í Eyjum. Varðandi strandveiðarnar, þá er ég nú sammála því að þeir eigi að fá auknar heimildi í samræmi við það að kvótinn aukist, en miðað við það sem ég hef heyrt og séð, þá held ég að það myndi engan saka þó að aðrar tegundir en þorskur væru einfaldlega utan kvóta, enda staðreynd að enn eitt árið eru hundruðir og þúsundir tonna af t.d. ufsa að brenna inni, engum til gagns.

Óska öllum sjómönnum og kvótaeigendum gleðilegs nýs árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband