Nokkrar myndir af uppáhalds fuglinum mínum (lundanum)

Vetur 2008 016

Fyrir aftan og í miðju, drottning veidd í Miðkletti 1987, hægra megin, drottning veidd í Kervíkurfjalli og vinstra megin, prins veiddur í Sæfelli.

Vetur 2008 017

Fyrir aftan hægra megin, prins veiddur í Miðkletti, vinstra megin, prins veiddur í Miðkletti og fyrir miðju framan, prinsessa (eins og ég kalla hann, dökkbrúnn á baki) veiddur í Dalfjalli.

Vetur 2008 018

Fyrir miðju aftan, venjulegur lundi, fyrir framan, kolapiltur, báðir veiddir í Heimakletti. Vinstra megin Sæsvala sem Jóhannes Esra gaf mér. Hún er friðuð, þessi fannst dauð í Elliðaey og var að sjálfsögðu stoppuð upp.

p/s Í dag eru ca. 5 vikur í að lundinn kemur ( í fyrsta lagi), vonandi verður þetta gott sumar fyrir lundann og okkur veiðimennina.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er flott

Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er flott Georg.

Guðjón H Finnbogason, 6.3.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flottir. Lundinn er eitt af aðalsmerkjum Eyjanna. Ég ætla rétt að vona að hann fari að þrífast og fái nóg æti. Er ekki búið að fjarlægja allar kanínurnar úr lundaholunum? Þá er það ætið...........

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, Lundinn er ljúfastur allra fugla, flott safn hjá þér, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 14:28

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flott safn hjá þér........þótt ég sé ekkert voða hrifin af uppstoppuðum dýrum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:57

6 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Flottir fuglar kv

þorvaldur Hermannsson, 12.3.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband