Bakkafjara og fleira

Var að koma af bæjarstjórnarfundi áðan og langar að byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með það að bæjarstjórnin öll er sammála ályktun okkar smábátasjómanna í Farsæll í Vestmannaeyjum, þar sem við mótmælum harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að opna fyrir snurvoðaveiðar í Landeyjarsandi.

Það sem hinsvegar vakti að sjálfsögðu mesta athygli, og ég held að allir eyjamenn taki undir, eru áhyggjur okkar yfir þeirri ákvörðun ráðamanna í Eystri-rangárvöllum, að standa ekki við fyrri munlegar samþykktir um að Landeyjarhöfn yrði 60% í eign eyjamanna og 40% þeirra. Ef þeir fást ekki til að standa við fyrri umæli, þá skora ég hér með á bæjarstjórnina í Vestmannaeyjum að hætta við stuðning sinn við Bakkafjöruhöfn, og snúa sér af fullum krafti að því að fá stærri og gangmeiri Herjólf á meðan menn eru að klára rannsóknir varðandi göng.

Ég sendi inn áskorun um daginn á bæjarstjórnina varðandi skólarútu, ég tel þau svör sem ég hef fengið svona allt í lagi, ég get vel skilið það að menn vilji reyna að spara eins og hægt er, en teldi samt skinsamlegast að menn íhugi það alvarlega að útbúa einhverskonar neyðaráætlun fyrir næsta vetur, enda er ekki boðlegt að þurfa að senda börnin okkar gangandi þegar veðrið er svona slæmt eins og um daginn. Og eitt enn, mig rak í rogastans þegar ég rakst á skrif á eyjar.net eftir móður mína, Margréti Júlíusdóttir, þar sem hún kvartaði yfir því að meira væri hugsað um að ryðja fyrir ökutæki heldur en gangandi fólk, en ég sé að við þessu hefur verið brugðist að nokkru leyti, og er það mjög ánægjulegt, en víða er þó enn erfitt um gang, en ég geri mér vel grein fyrir því að allt kostar þetta peninga.

Ég var að lesa stutt viðtal við Erp, þar sem hann segir að útlitið sé frekar dökkt með lundaveiði, ekki ætla ég að dæma um það fyrirfram, þó að ýmsar vísbendingar síðastliðin ár bendi til þess að nýliðun sé mjög léleg, en er þó tilbúinn að lýsa því yfir að ég sé reiðubúinn að stytta veiðitímann í sumar um 10-15 daga (þ.e.a.s. ef einhver lundi verður), en vonast að sjálfsögðu eftir því að haft verði samráð við ALLA veiðimenn.   Meira seinna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Er ekki mikið hagkvæmara og  að styrkja íbúa Vestmannaeyja til að flytja upp á land, heldur en að vera halda uppi rándýri ferju út í Eyjar. 

    Eg get ekki betur séð en það sé stefna stjórnvalda, að halda núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, og með því sé ég ekki þörf fyrir nema um 500 íbúa til að nytja eyjarnar.  Svo má ekki gleyma því að stutt er til Hull og Grimsby.

haraldurhar, 13.3.2008 kl. 22:41

2 identicon

Sæll Goggi,

alltaf gaman að lesa bloggið þitt, málefnalegt og á góðri íslensku.

Ég get samt ekki annað en gagnrýnt það sem þú skrifar í færslu þinni hér og varðar Landeyjahöfn. Þá á ég við eignarskiptingu hafnarsamlags. Svo er hitt að þú ferð ekki rétt með nafnið á sveitarfélaginu, það heitir Rangárþing eystra.

Það er ekki skynsamlegt að Vestmannaeyjabær eigi 60% í höfn sem er á landi sem er ekki í þeirra sveitarfélagi. Það er í raun öllum fyrir bestu að það verði að fullu í eigu Rangárþings eystra. Ég gagnrýndi sveitarstjórnina mína harðlega á sínum tíma, þegar ég frétti að áform væru um að hafnarsamlagið yrði í meirihlutaeigu eyjamanna.

Ég tel að eðlilegast væri að hafnarsamlagið í Landeyjahöfn væri að fullu í eigu Rangárþings eystra, það myndi einfalda alla stjórnsýslu og tryggja rekstur hennar á allan hátt. Íbúar Rangárþings eystra líta vonaraugum til bættra samgangna til Vestmannaeyja, hlakka til að eiga nánari tengsl við nágranna sína og ættingja hinu megin við sundið mjóa. Hér í sveitarfélaginu bindur fólk vonir við hin ýmsu tækifæri sem gætu skapast, ég sé t.d. fyrir mér möguleika til eflingar framhaldsskóla í Vestmannaeyjum, stækkað atvinnusvæði, hækkun á fasteignaverði í báðum sveitarfélögunum, aukinni umferð ferðamanna, bætta samkeppnisstöðu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og margt annað jákvætt.

Vissulega deili ég með þér kvíðboga fyrir veðraöflunum og hömlum sem verða af þeirra völdum. En ég er viss um að með réttri uppbyggingu og framþróun hafnarinnar verður mögulegt að gera hana færa í flestan sjó. 

Í framhaldi af þessum vangaveltum mínum spyr ég þig: Hvers vegna er það svona mikið hjartans mál að Vestamnnaeyjabær eigi meirihluta í samlaginu?  

Benóný Jónsson, frjálslyndur íbúi í Rangárþingi eystra

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fínn pistill að vanda Georg um þarft málefni.  Bakkafjara nýtist fyrst og fremst Eyjamönnum enda byggð upp sem samgönguæð þeirra. Eðlilegt að eignarhlutfallið sé með þeim hætti sem áður hefur verið ákveðið.

Eru gróðrasjónamið komin í spilin?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 23:52

4 identicon

Sæl Hanna Birna,

ég hef alltaf verið hlynntur bættum samgöngum við Vestmannaeyjar og hef margoft tjáð mig um það. Hins vegar hef ég aldrei tjáð mig um skoðun mína á eignaraðild hafnarsamlagsins opinberlega fyrr en nú, hvorki við þig né aðra. Gagnrýni mín á eignarhluta Rangárþings eystra hefur komið fram í tölvupósti til sveitarstjóra Rangárþings eystra og í viðtölum við fólk úr mínu sveitarfélagi. Minnist þess ekki að við höfum einhvern tímann rætt þetta vinkona mín. Get þess vegna ekki svarað því hvers vegna. Mín staða, sem einfaldur íbúi í sveitarfélagi, leggur mér ekki þá skyldu á herðar að skrifa um allar mínar skoðanir.

Stend fastur á skoðun minni og þú snýrð mér ekki með það. Skil ekki afstöðu þína til eignarhlutans, hvað hefði Sveitarfélagið Ölfus sagt ef Vestmannaeyingar hefðu krafist stórs eignarhluta þar? Og í framhaldi - hefur það verið til tjóns fyrir Vestmannaeyinga? Hvers vegna verður Vestmannaeyjabær að eiga stóran hluta í samlagi sem er á annarra landi? Treystir þú ekki Rangárþingi eystra?

Kveðja: Benóný

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Benóný , í mínum huga er þetta engin spurning , eignarhlutfallið í landeyjarhöfn verður að vera í meirihluta eigu eyjamanna . Ástæðan er sú ( að mínu mati) að ef svo er ekki þá muni koma fram krafa annarra meirihluta eigenda um að höfnin verði stækkuð (ef hægt er að gera höfn þarna ?) til þess að bjóða upp á löndunar aðstöðu í samkeppni við Vestmannaeyjahöfn . Slíkt hefði að sjálfsögðu gríðarlega slæmar afleiðingar hér,  enda er höfnin og útgerðin lífæð eyjamanna og ekki hlaupið að því að finna aðrar tekjulindir hér . kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2008 kl. 10:02

6 identicon

Sæll,

ég er viss um að þó að eyjamenn ættu meirihluta í hafnarsamlaginu, myndi það ekki stöðva framþróun hafnarinnar ef hún á annað borð reyndist vel. Ég ætla ekki að fara fram úr sjálfum mér í vangaveltum um hvað kynni að gerast ef Vestmannabær ætti meirihluta í batteríinu, en ég óttast að langvarandi ósætti yrði af slíku.

Hins vegar er ég viss um að eyjamenn myndu hagnast vel á því ef höfnin reyndist vel og hún yrði stækkuð. Ég held að slík framþróun myndi ekki skaða hagsmuni ykkar á nokkurn hátt, eina sem gerðist væri að flutningar til lands yrðu hagkvæmari og fljótari. Sannaðu til að um leið og ferjuhöfn verður til skapast þrýstingur frá eyjamönnum sjálfum um að fá að skjótast inn í höfnina og setja af sér, sækja kokkinn eða eitthvert hugsanlegt viðvik.

Hér skín sólin bjart og fjöllin seiðandi að sjá. Hvernig er það - er snjórinn enn að plaga ykkur þarna niðurfrá?

kv: Benóný

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:38

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Benóný , mitt sjónarmið er kannski bara svona einfalt, við eyjamenn getum ekki lifað nema við höldum tekjum okkar af sjávarútvegnum um það snýst málið . Ég efast ekki um það að þið í Rangárþingi eystra gætuð notað tekjurnar okkar hér úr eyjum en það stendur ykkur ekki til boða. Þess vegna skora ég á bæjastjórnina í eyjum að hætta frekar við stuðning sinn við Landeyjarhöfn . kv .

PS. þið voruð búinn að samþykkja 60% eyjamenn 40% þið , frekar léleg vinnubrögð þetta.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2008 kl. 12:53

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll Georg. Ég stið þig alveg í þessu að eyjamenn eigi að hafa 60% á móti 40% það liggur í hlutarins eðli það eru þeir sem koma til með að nota hana meira og njóta hennar þar af leiðandi meira.Er þá málamiðlun að Ríkið byggi höfn á Bakka?

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 14:02

9 identicon

Daginn!

 Ég bara trúi ekki Benóny að þú sjáir ekki rökleysuni í eigin orðum. "Sannaðu til að um leið og ferjuhöfn verður til skapast þrýstingur frá eyjamönnum sjálfum um að fá að skjótast inn í höfnina og setja af sér, sækja kokkinn eða eitthvert hugsanlegt viðvik" þetta er bara akkurat það sem við viljum forðast og að gerist ekki. Menn hér í eyjum hafa atvinnu af því að þjóna þeim skipum sem koma inn til að létta af sér afla og taka kost og annað slíkt... Hversvegna í ósköpunum ættum við að beita okkur fyrir því að byggja upp höfn sem yrði í beinni samkeppni við okkar eigin lífæð. Þessi höfn er engöngu ætluð sem samgöngubót við eyjar, og lengra ætti þjónusta hennar ekki að ná. Ég ætla að segja eitthvað sem enginn annar virðist þora að segja upphátt, og það er að fólk sem býr í landeyjunum sér þessa höfn fyrst og fremst sem gróðamöguleika fyri þeirra eigið sveitafélag!. Vegna þess hvernig fór fyrir þessu samkomulagi, að þá vona sé svo sannarlega að Ríkið taki þetta land eignarnámi og taki alfarið við reksturs og uppbyggingu bakkahafnar og að það verði sett í lög að þarna meigi ekki vera annað en ferjuhöfn.

Beggi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:42

10 identicon

Beggi, mér finnst það eðlilegt að fólk í Landeyjum eygji von um auknar tekjur með höfninni. Ert þú með orðum þínum að segja að Rangæingar eigi ekki að njóta góðs af þessari framkvæmd? Hvers lags viðhorf er þetta. Auðvitað er það hugmyndin að íbúar beggja sveitarfélaga njóti aukinna tekna af framkvæmdinni. Í orðum þínum felst líka afturhvarf til einokunarinnar, að öll ráðstöfun legunnar verði lögbundin - fásinna.

Ég skil svo sem ótta eyjamanna gagnvart því að höfnin í eyjum missi spón úr aski sínum, en ég held á hinn bóginn að því verði þveröfugt farið. 

Það fyrsta sem mig langar að gera þegar höfnin verður orðin að veruleika verður að fá mér bát og sækja mér í soðið. Ég ætla ekki að biðja neinn um leyfi til þess.

ég sé enga rökleysu í því sem ég skrifaði og var að fá það staðfest að ríkið taki að öllum líkindum pakkann. 

Sendi ykkur í eyjum síðan kæra kveðju, er að fara í sveitina og ætla að horfa yfir sundið á eyjuna fallegu sem er mér kær, verð sennilega með ullarteppi yfir mér til varnar kulinu.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:30

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Beggi, það kom fram á fundinum í gær að ríkið mun taka þetta land eignarnámi , og að í fyrstu grein stendur meðal annars, Landeyjarhöfn er fyrst og fremst hugsuð sem ferjuhöfn.

Enn bæði bæjarfulltrúar minni og meirihlutans sögðu að það væri enginn trygging því að lögum er auðvelt að breyta .

Aðal atriðið er þetta, við verðum að eiga meirihlutann í höfninni til þess að geta gripið ynni ef með þarf (min skoðun) . kv .

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2008 kl. 15:41

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Benni, ef þér yrði tilkynt að þú ættir að fá aðstoðar mann í þinni vinnu þá getur meira en vel verið að þú yrðir ánægður með það ,ef hinsvegar þér yrði síðan tilkynt að þú ættir að lækka í launum vegna þess þá er ég ekki viss um að þú yrðir jafn ánægður . kv .

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2008 kl. 15:48

13 identicon

Skipta ekki bara eyjamenn yfir á snurvoð, skrapa fjörurnar og landa í Landeyjahöfn og sleppa við að láta klípa flutningskostnað af fiskverðinu, kostir og gallar?

Benóný Benónýsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:48

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Nákvæmlega Benóný, og eyjamenn missa þar með sína aðal tekjulind. Ekki gott mál.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2008 kl. 20:22

15 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, við lestur þessa athugasemda hér á síðunni hjá þér rifjast upp hjá mér út af hverju ég var og er á móti Bakkafjöruhöfn, þessi framkvæmd er stórhættulegfyrir okkur Eyjamenn, ég hef tekið svo djúpt í árina að segja það getur orðið til þess að Vestmannaeyjar verði elliheimili eftir 15-20 ár. Já Georg það er ljót að segja það en það er staðreynd, fyrst á að rannsaka hvort það er hægt að bora göng og svo ef það er ekki hægt þá skal ég samþykja nýtt og stærra skip. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 22:50

16 identicon

Sæll Goggi,

Það vekur athygli mína í þessum umræðum hversu mikill munur virðist vera á hugsanagangi okkar sitthvorumegin við Eyjasund. Úti í eyjum hugsa menn um að passa upp á sitt og vilja fyrir engan mun missa hlut af sinni heild. Telja að með breytingum og ógn af samkeppni verði frádráttarliðir fleiri af fastri stærð sem skapast eingöngu af lönduðum afla. Uppi á landi eru menn sem telja að ferju-skipahöfn í Landeyjum muni færa aukna möguleika til framdráttar sínu lífi. Samkvæmt þínum orðum telja Eyjamenn að það verði engin aukin velta með höfninni við Bakka, en uppi á landi virðist fólk hafa þá trú að höfnin auki við kökuna og sogi til sín meiri verðmæti en verið hafa í sveitinni og í eyjum.

Vegna þess að Landeyingar fórna landi og náttúru undir höfnina og Eyfellingar leggja til grjót í brimvarnir finnst fólki þar að það eigi einhvern rétt. Vestmannaeyingum finnst hins vegar að það sé réttlætismál að hagsmunir sveitamannanna séu hafðir til hlés og það sé til heilla þeim að lögtaka land fyrir ferðafrelsi þeirra og öryggi.

Eyjamönnum finnst standa ógn af svarta pétri Landeyjahöfn. Hún getur stækkað og hún getur minnkað möguleika Eyjamanna til að framfæra sínum - höfnin í Landeyjum er af hinu illa nema þeir geti tryggt það að hún verði þröng og lítil og passi bara fyrir eina litla ferju sem sennilega verður smíðuð í Chilé

Landkrabbarnir eru ekkert betri, þeir vilja notfæra sér nauð Vestmannaeyinga og kröfuhörku þeirra til ríkisvaldsins um að bæta samgöngur til eyja. Þeir ætla sér að græða á púkkinu. Þeir telja að með áformunum muni verð á húsum þeirra hækka, hvers vegna skilur ritari ekki. Þeir telja kannski að með þjónustu við Eyjamenn muni þeir fá vinnu við að passa upp á húsbílana þeirra og það verði aukin sala á gulrófum og heimaslátruðu keti, sumir muni jafnvel fá vinnu við að taka á móti sjóriðuveikum eyjaskeggjum við landganginn. Einhverjir telja sjálfsagt að landverð hækki þar sem Eyjamenn verði alveg vitlausir í að byggja sumarhús með heitum potti á jörðum þeirra.

Er svolítið hissa á þessu öllu saman, skil ekki ótta þinn og sjálfsagt fleira fólks við Landeyjahöfn, að hún sé til þess fallin að draga máttinn úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum. Okkur greinir á um þessi mál, ég vil ekki kalla viðhorf þitt þröngsýni en það hvarflar hins vegar að mér.

Mín skoðun er sú að Landeyjahöfn sé báðum byggðalögum til hagsbóta, hún er ekki einkamál Vestmanneyinga heldur snertir okkur báðumegin hafs. Höfnin skal vera í forsjá Rangárþings eystra. 

Benóný í sveitinni 

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:01

17 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Benóný, ég vil taka það fram að ég veit ekki hver þú ert og ég veit ekki hvort þú þekkir mig, mig grunar hinsvegar að þú tengist Eyjum, mig langa að fræða þig um nokkuð sem Georg og ég erum sammála um, þó ég viti að Gerorg geti svarað sjálfur þá get ég ekki orða bundist, þannig er með Bakkafjöruhöfn að ef hún lukkast vel þá grafa þeir sandinn út burt séð hvað þeir voru búnir að lofa, ég veit það fyrir víst og frá fyrstu hendi að það var ætlunin að byggja höfn á suðurströndinni hvort sem var í Vík eða Bakkafjöru, þannig að ótti okkar er mikill. Georg það er alveg á hreinu með það að þeir byggja stórskipahöfn í Bakkafjöruhöfn og þá er voðinn vís fyrir okkur Eyjamenn. Kær kveðja frá Eyjum Benóný. Bið að heilsa þér Georg í bili.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 23:19

18 identicon

Hanna Birna,

þú verður að athuga að ég er sá eini sem hef skrifað andstæða skoðun við viðhorfið. Það er ekki hægt að alhæfa út af því. Er ég holdmynd gróðahyggjunnar?

Kveðja: Benóný, meðlagsgreiðandi

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:53

19 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg og þið öll.

Ég stóð í þeirri meiningu að höfn við Bakkafjöru yrði framkvæmdalega sem eign ríkisins en ekki sveitarfélaga hvors fyrir sig undir Vegagerðinni þar sem hér er um að ræða samgönguæð álíka þjóðvegi, enda með þann eina tilgang í upphafi sem hafnarmannvirki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 01:45

20 identicon

Hanna Birna,

þú ert dónaleg við mig, ég reyni að vera háttvís í mínum skrifum, en ég verð að segja að mér hljóp í skap þegar ég sá orð þín ,, vertu bara í sveitasælunni". nú ef þú vilt elta ólar við mig þá er ég til. Ekki málið, en mér gremst svona tal. Hvað myndir þú segja ef ég skrifaði um þig: vertu bara bak við eldavélina. Ég persónulega vildi það ekki. Þú grefur ekki mína skoðun um Bakkafjöru með svona tali. Leiðinlegt að þú viljir halda mér fyrir utan umræðuna með því að hafa mig í sveitinni.

Þrátt fyrir rökleysu þína um gróðahyggju máttu ekki missa sjónar á því að Landeyjahöfn verður og við verðum ekki spurð álits þrátt fyrir karp okkar hér.

Kveðja: Benóný frá Vestmannaeyjum

PS meðlagsgreiðslurnar voru bara til að sýna þér að ég er ekki ríkur maður, heldur bara venjulegur maður, sem reynir að brúa bilið milli mánaðarmóta.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 02:50

21 identicon

Sæl aftur!

 Ég ætlaði ekki að hleypa illu blóði í menn, en ég verð að viðurkenna að ég er heitur Bakkafjöru og eyjamaður. Langar að benda á dálítið atriði burt séð frá því hvaða skoðanir menn hafa á því hvernig eignaraðild á að líta út varðandi landeyjahöfn, og það er að menn uppi á fastalandinu og þá sérstaklega í nærsveitum landeyja, hafa mikla trú á þessari höfn, og svo mikla trú að menn eru farnir að deila um hver á að eiga batterýið. Ég minnist þess vel í aðdraganda  hugmynda um bakkafjöru, manna sem búsettir eru í eyjum sem sögðust hafa búið nær alla bernskuna uppí fjöru og væru þess fullvissir um að framkvæmd þessi væri hið mesta stórslys fyrir eyjarnar. En hvað með þá einstaklinga sem búa þarna núna, þeir eru svo heitir fyrir þessum hugmyndum að þeir berjast með kjafti og klóm um meirihlutaeign í höfnini. Vissulega er hægt að breyta lögum þó að því yrði þinglýst að þarna mætti ekki annað vera en ferjuhöfn. En getum við þá ekki verið hrædd við það að ef við förum að stækka Herjólf að þá séum við búinn að opna á þá leið að Þorlákshafnarbúar vilji byggja stórskipahöfn því það þarf hvorteðer að stækka og breyta höfnini þar til þess að taka á móti stærri og hraðskreiðari Herjólfi. Stórskipahöfn þar með öllu tilheyrandi og jafnvel skipalyftu eða hví gæti verulega skaða okkar bæjarfélag. Það er endalaust hægt að eltast við svona hluti og þessvegna var þessi síðasta málsgrein sett fram í kaldhæðni. Ég er orðinn þreyttur á því að deila við menn um rök og annað tengt þessari framkvæmd, og sem betur fer að þá verður þetta ferli ekki stöðvað. Ég er svo viss um þetta verður vestmannaeyjingum til framdráttar að ég legg áframhaldandi búsetu mína í eyjum að veði um að þetta gangi. Það er í raun ekkert erfitt að gera það því ef við sitjum uppi með nýjan herjólf að þá líða ekki margir áratugirnir áður en að öll þjónusta í eyjum verður í lágmarki vegna fólksfækkunar hér og það eru aðstæður sem ég ætla ekki að bjóða mér og minni fjölskyldu uppá, sama hversu heitt ég elska eyjarnar okkar. Ég Hlakka mikið til að sjá uppbyggingu stærsta og farsælasta skrefs vestmannaeyjinga í samgöngumálum og en meira hlakka ég til að sjá andstæðinga hugmynda um landeyjahöfn éta húfur sínar þegar búið verður að fínpússa og klára mannvirkið svo að sómi sé af.

Beggi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:58

22 identicon

Ef sunnlendingar bíða í ofvæni eftir að stökkbreyta landeyjahöfn í massífa stórskipahöfn með öllu af hverju er þá ekki löngu búið að framkvæma djobbið í Þorlákshöfn? Er ekki allveg til í dæminu að landeyjahöfn efli markaðsstöðu Vestmannaeyjahafnar, á meðan ekki er vitað hvar framkvæmdin endar er ómögulegt að segja til um áhrifin í Eyjum.

Benóný Benónýsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 15:55

23 identicon

Sælir allir

Ég sem maður búsettur í Rangárþigngi er ekkiað öllu sáttur við ýmislegt í hugarheimi Eyjamanna varðandi Landeyjahöfn.

Mér ofbýður hroki og eiginhagsmunapólitík þröngsýnna Eyjamanna í sambandi við hafnargerðina.

Það er sem þetta komi fólki búandi á djöflaeyjunni einum við að hægt sé að ferðast milli lands og eyja.

Þó er það ekki þannig að mig langi oft til að kíkja þarna út, en það sem ég hef helst séð ávinning í af þessari framkvæmd fyrir er það að ég fæ möguleika á því að eiga lítinn bát og fiska í soðið, hlustandi á ekki neitt kjaftæði.

Virðingarleysi, hrokagangur og eiginhagsumapólitík finnst mér ekki þurfa að eiga sér stað í umræðu um jafngott mál og þessi dýrðlega höfn sem á eftir að gera mér fært að sækja mér fugl og fisk í soðið handa svöngum munnum minnar fjölskyldu.

Varðandi eignarhlutdeild hafnarmannvirkja finnst mér ekki spurning eftir að hafa lesið ofangreindar hugrenningar að það ætti eingöngu að vera í höndum Rangárþingsmanna.

jón þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:24

24 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tek undir allt hjá þér Jón og það er ekki vafi með það, að annaðhvort á þessi höfn að vera í höndum þeirra sem fara með lögsögu á svæðinu þ.e. Rangárþings, eða ríkisins (vegagerðar) sem greiðanda pakkans. Hafandi reynsluna af rekstri ríkishafnar finnst mér það ekki gæfulegt upplegg svo þar af leiðir að Rangárþing á auðvitað að reka höfnina.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.3.2008 kl. 11:40

25 identicon

Það verður ekki ódýrt að reka höfn byggða á sandi.

Benóný Benónýsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:12

26 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki með nokkru móti séð að það sé nokkuð eftirsóknarvert að eiga höfn, sem kemur til með að fyllast af sandi. 

Jóhann Elíasson, 17.3.2008 kl. 23:01

27 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið strákar, spyrjið bara fólk upp í Þorlákshöfn, faðir minn hefur búið þar í 25 ár og hefur hann sagt mér hvernig það er með höfnina þar, ekki ódýrt, það væri kannski best að sveitakallarni sjái um það , þannig að hún lokast eftir nokkur ár

Helgi Þór Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 23:48

28 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta lendir allt á ríkissjóði Jóhann, uppbygging, rekstur og allur pakkinn og það er það sem fólki finnst svo spennandi, að gamsast með peninga ríkissjóðs. Enda kom það fram hjá Binna bankapjakk að það væru svo gríðarmörg viðskiptatækifæri við að reka ferju....með ríkisstyrk....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.3.2008 kl. 20:48

29 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn, mér þykir það dapurt að þú viljir ekki að eyjamenn ráði sjálfir yfir sínum eigin samgöngum , og í raun mjög undarlegt því að fyrst og fremst er verið að reina að bæta samgöngur eyjamanna. Varðandi skrif þessa Jóns, þá er ekki verið að fara í þessa framkvæmt til þess að hann geti náð sér í soðið , og orð hans ekki svaraverð að öðru leiti. kv .

Georg Eiður Arnarson, 19.3.2008 kl. 22:56

30 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú meinið Georg, þetta eru ekki bara ykkar samgöngur nema að svo pínulitlu leiti, þetta eru samgöngur allrar þjóðarinnar við Eyjar og þjóðin borgar og á að borga. Ef þið væruð að setja upp ykkar samgöngur þá væri ekkert verið að ræða þessi mál á þessum nótum, en það eru bara aðrir sem borga og þess vegna þurfa aðrir að véla um hlutina, eða er það ekki?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 13:44

31 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , ekki skil ég þig þarna því aðal ástæðan fyrir landeyjarhöfn er til að bæta samgöngur eyjamanna fyrst og fremst .  Þar fyrir utan þá vita það flest allir landsmenn , að eyjamenn hafa alltaf skilað margfalt í þjóðarbúið það sem þeir hafa fengið frá ríkinu , og ekki ólíklegt að eyjamenn hafi nú þegar borgað allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru varðandi Landeyjarhöfn margsinnis . kv .

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2008 kl. 18:45

32 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er þjóðin sem er að bæta samgöngur til Vestmannaeyja, hefur ekkert með það að gera hvað Eyjamenn hafa borgað til vegamála, tel raunar vafasamt að það sé neitt meira en frá öðrum, enda fer þetta ekkert eftir því held ég, frekar en að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar hafi þurft að safna fyrir göngum hjá sér með gjöldunum sínum til vegamála? 

Þjóðin byggir samgöngumannvirki víða um landið og þau eru síðan rekin af þjóðinni með einum eða öðrum hætti en heimamönnum á hverjum stað hvorki sendur reikningurinn né afsalið...er þetta ekki svona einhvernveginn?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 15:23

33 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn ,  eyjamenn hafa nú heldur betur þurft að borga reikninginn , það kostar mig td 12 til 13000 að fara eina ferð fram og til baka með fjölskilduna með Herjólfi . það myndi nú heyrast í þér Hafsteinn ef þú yrðir að borga þennan auka skatt .

Landeyjarhöfn á að verða samgöngubót fyrir eyjamenn sem og alla landsmenn , en ekki samkeppnishöfn við höfnina í eyjum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 25.3.2008 kl. 20:17

34 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég mundi aldrei setja mig niður í Vestmannaeyjum, sem raunar væri alls ekki fjarri mér, nema vera tilbúinn að greiða svona aukakostnað, enda trúi ég að það hafir þú gert með þennan kostnað fyrir framan þig. Það hefur alltaf kostað og mun sennilega alltaf gera, að búa á stöðum eins og Vm., eða Grímsey og ýmsum öðrum. Það eru bara aðrir kostir sem þú og fjölmargir aðrir metið meira virði en þennan ókost.

Það er svo annar handleggur að ég hef lengi sagt að það á að stýra búsetuáhuga útum landið með skattaafslætti að hætti t.d. Norðmanna og með þeim hætti að hvetja til og efla byggð á landsbyggðinni.

Það kostar hluta fjölskyldu minnar 100 þús. + að heimsækja okkur hér á skerinu, en þau sjá ekkert eftir þeim aurum, það eru væntanlega aðrir kostir sem vega þetta upp sem valda því að þau ákveða að búa þarna....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 22:04

35 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , finnst þér ekki skrítið að á sama tíma og verið er að lækka veggjöld í Hvalfjarðargöng þá er verið að hækka gjaldið með Herjólfi .

Ég hef nú búið í eyjum síðan ég var 5 ára svo ekki hafði ég neitt um það að segja , og hér vil ég vera áfram ( ef kvótakerfið leifir það ) þess vegna er ég ekki sammála því að gera höfn á Bakka sem keppir við höfnina í eyjum vegna þess að það gæti orðið okkar banabiti . kv .

Georg Eiður Arnarson, 26.3.2008 kl. 08:16

36 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Blessaður Georg, jú en þar erum við annarsvegar að tala um gjaldtöku hlutafélags sem á að borga göngin að FULLU en hinsvegar um gjaldtöku vegagerðar sem er bara brot af kostnaði, en er alltaf umdeilanlegt hvað á að vera hár, ég er sammála því, þetta er mikill dreifbýlisskattur.

Ég óttast dálítið um þessar fallegu byggðir sem hafa byggst á sjávarútvegi að mestu, ef fram heldur sem horfir, en þarna eru reyndar ansi miklir möguleikar í ferðaþjónustu líka, þó hún passi náttúrulega ekkert öllum.

Ég sé að ég hef gleymt að taka fram að dóttir mín og hennar fjölskylda býr í Noregi og þar í liggur þessi ferðakostnaður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 10:17

37 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , ég er sammála því að hér séu margvísleg tækifæri tengd ferðaþjónustu , en eyjamenn munu áfram þurfa að treysta á tekjur úr sjávarútvegnum um ókomin ár , þess vegna verða eyjamenn að hafa yfirráð yfir öllum hafnarmannvirkjum í nágrenni eyjanna.

 Í Rangárþingi eystra geta menn sótt vinnu og tekjur um allt Suðurland og jafnvel á höfuðborgar svæðið það geta eyjamenn hinsvegar ekki. kv .

Georg Eiður Arnarson, 26.3.2008 kl. 11:55

38 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held sem fyrr Georg að þið komið aldrei til með að fá einhver yfirráð í Rangárþingi, nema kannski að sameinast þeim, þeir hugsa með tilhlökkun til þess að gamsast þar með eignir og rekstrarfé frá þjóðinni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 12:53

39 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , málið er þetta , Rangárþing Eystra var búið að samþykkja 60 % eyjamanna og svo er þetta bara svikið .     

Mín skoðun er því þessa , hætta við Bakkafjöru , fá nýjan Herjólf á meðan rannsóknir vegna  mögulegra ganga eru kláraðar. kv.

Georg Eiður Arnarson, 26.3.2008 kl. 15:38

40 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta hef ég allan tímann sagt en það eru Eyjamenn sem vilja þessa aðferð við að leysa málið og þið verðið nú að ráða því, þó þjóðin borgi, er það ekki?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 16:51

41 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , vissulega er bæjarstjórnin hlynnt Bakkafjöru , en meirihluti bæjarbúa ekki , flestir vilja fá göng en samgönguráðherra hefur slegið þau af .

 Mín skoðun er sú að ef kosið yrði í eyjum um göng, nýjan Herjólf eða Bakkafjöru , þá yrði Bakkafjara í neðsta sæti . kv .

Georg Eiður Arnarson, 26.3.2008 kl. 19:45

42 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já þetta er ekki leiðinlegt Hanna..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 22:01

43 identicon

Hmm, ætli ég sé Binni bankapjakkur sem Hafsteinn Viðar talar um...?

 Vil í það minnsta að ég sé þá kallaður Binni einkabankapjakkur - því ég fer varla í banka nema á netinu.

Hafsteinn, við í Rangárþingi ætlum okkur ekki að gamsast með ríkisfé, við ætlum bara að halda áfram að lifa og njóta lífsins. Það eru fyrirtæki í Reykjavík sem ætla sér að gamsa með þetta ríkisfé, enda skilst mér að Eimskip sé að sækjast eftir stórri lóð á hafnarsvæðinu í Landeyjahöfn. Ég skil alveg sjónarmið Georgs Arnars með áhyggjur af samkeppni við Vestmannaeyjahöfn, en ég held að framtíðin sé ekki eins svört og hann telur ef höfnin nær þroska.

Það er rangt sem Georg heldur fram að eyjamenn hafi borgað fyrir höfnina með verðmætasköpun margfalt, þeir eru hluti af þjóðinni og borga skatta í sama hlutfalli og aðrir. Veit ekki til þess að íbúar Vestmannaeyjabæjar borgi eitthvað hærri skatta en aðrir landsmenn.

Er alveg sammála Hafsteini með það að Eyjamenn fá engin yfirráð hér í Rangárþingi eystra - en ég væri samt alveg til í að sameinast þeim í eitt sveitarfélag þegar höfnin verður komin.

Vona að það sé páskahretið sem nú geisar og vorið sé á næsta leiti.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:16

44 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha....Nei Benóný, hann fer fyrir græðgisvæðingu Vinnslustöðvarinnar sá piltur. Þið ætlið ekki að gamsast með ríkisfé? Jú þið komist ekki hjá því, því ríkið byggir upp þessa aðstöðu sem þarf síðan að reka fyrir peninga frá ríkinu og það er ekkert óeðlilegt við það, alls ekkert. Þessi aðstaða verður nefnilega ekki rekin fyrir aflafé frá ferjunni, enginn mundi ferðast með henni á þeim gjöldum þannig að það þarf að slíta út annarsstaðar.

Hvort að vegagerðin setur þennan rekstur svo undir Eimskip eða Samskip með úrboði eða hvernig sem er verður svo að koma í ljós og jafnvel hvort höfnin verður þar inni líka, það er svo sem allt til í því?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 10:13

45 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Binni þessi var hér í Höfninni meðan var verið að sölsa kvótana úr Meitlinum undir Vinnslustöð og þar með héðan í burtu, með endalausum lygum bulli. Við kölluðum hann þetta, því hann var fiskaður útúr Íslandsbanka í þetta djobb, en er svosem ekkert verri eða betri fyrir það.

Ert þú starfandi í banka Benóný?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 11:19

46 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar , ég ætla nú að leifa mér að fullyrða það að eyjamenn hafi hvorki áhuga á að sameinast Rangárþingi né yfirtaka það . 

Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt áður , höfn í Bakkafjöru er ekki minn fyrsti valkostur og ekki einu sinni annar valkostur en ef höfn verðu gerð þá verður hún gerð fyrst og fremst til að bæta samgöngur eyjamanna og á þess vegna að vera í meirihluta forræði eyjamanna . það er einnig ljóst að ef einhvern tíman verður boðið upp á löndunarþjónustu þá verða það fyrst og fremst eyjabátar sem kæmu til með að landa þarna , þess vegna eiga 60% af tekjum hafnarinnar að fara til eyja .  kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.3.2008 kl. 12:00

47 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Landeyjahöfn verði í eigu ríkisins

Samgöngur Samningar hafa ekki tekist við Vestmannaeyjabæ um rekstur Landeyjahafnar og samkvæmt upplýsingum frá Unni Brá Konráðsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra, er það vegna ólíkra sjónarmiða um framtíðaruppbyggingu svæðisins. „Samgönguráðherra hefur upplýst að lagt verði fram sérstakt frumvarp til laga um Landeyjahöfn. Þar verði gert ráð fyrir að höfnin verði í eigu ríkisins og lúti stjórn Siglingastofnunar en ekki verði skipuð sérstök hafnarstjórn. Einnig verði í frumvarpinu heimild til eignarnáms á landi en aðeins því sem nauðsynlegt sé vegna byggingar hafnarinnar. Sveitarstjórn telur að af hennar hálfu hafi verið gætt fyllstu sanngirni í þeim samningaviðræðum sem fram hafa farið og felur samningamönnum sínum að gæta áfram hagsmuna sveitarfélagsins svo sem kostur er gagnvart ríkisvaldinu við ofangreinda meðferð málsins.“

Þá er það frágengið og gat svo sem ekkert öðruvísi orðið. Þá er bara eftir að sjá hvernig allt virkar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 13:13

48 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , þetta er því miður gott dæmi um hversu kjarklaus bæjarstjórn Vestmannaeyja er .

Ég hef reyndar fengið nokkur ný sjónarmið á þetta að undanförnu sem ég er enn að melta en mun örugglega skrifa um það seinna . kv .

PS, áttu nokkuð nýlega mynd af Bakkafjöru ?

Georg Eiður Arnarson, 27.3.2008 kl. 14:20

49 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nei Georg ég á ekki svoleiðis, en það er örugglega til mikið af slíku, jafnvel á suðurglugginn.is.

Undarlegast finnst mér hvað margir eru að vakna núna, yfir orðnum hlut og sjá ljósið. Merkilegt. Er bæjarstjórinn nokkuð nema hávaðinn? Hann reyndar kom þessu í gegn með honum og Sturlu samgönguráðherra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 16:08

50 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , já ég hef oft heyrt þessa sögu um baktjaldamakk Sturlu og íhaldsmanna í eyjum , gallinn við þá sögu er að hún á að gerast 2 árum áður en Gísli Viggósson skilar skírslu sinni um það hvort raunhæft sé að gera höfn á Bakka .

Ég ætla bara að leifa mér að trúa því að menn séu ekki svo vitlausir að ákveða þetta áður en rannsóknum lauk , en spurningin er þessi, er rannsóknum lokið ? kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.3.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband