19.4.2007 | 23:25
Elding mótmælir
Elding mótmælir harðlega togveiðum í hrygningarstoppi
Ólgu hefur gætt hjá félagsmönnum Eldingar - félagi smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum - vegna togveiða í Ísafjarðardjúpi. Stjórn Eldingar hefur nú brugðist við og krefst þess að sjávarútvegsráðherra stöðvi veiðarnar nú þegar. Samþykktin er eftirfarandi:
Stjórn Eldingar samþykkti á fundi í dag 18. apríl að krefjast þess að sjávarútvegsráðherra stöðvi nú þegar togveiðar á þorski í Ísafjarðardjúpi.
Forsenda þess friðar sem ríkt hefur um veiðibann á hrygningarsvæði þorsks er að það hefur náð til allra þorskveiða. Óánægja hefur hins vegar alltaf kraumað undir þar sem við línu- og handfæraveiðar hefur þorskurinn val um hvort hann bíti á eða ekki, auk þess sem ekkert skark er við veiðarnar. Þessu er öfugt farið við togveiðar þar sem veiðarfærin eru dregin um slóðina og þorskur sem verður á leið þeirra á ekki undankomuleið. Hæpið er því að halda því fram að línu- og handfæraveiðar valdi truflun við hrygningu.
Í skjóli reglugerðarákvæðis eru nú stundaðar ábyrgðar- og eftirlitslausar togveiðar á þorski í Ísafjarðardjúpi. Þéttriðin rækjuvarpa er dregin í gegnum viðkvæm hrygningarsvæði á sama tíma og allar aðrar veiðar eru bannaðar á svæðinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þann skaða sem slíkt hefur í för með sér.
Stjórn Eldingar krefst þess af sjávarútvegsráðherra að hann stöðvi nú þegar þessar veiðar, þannig að markmiðum um verndun og frið við hrygningu þorsks í Ísafjarðardjúpi nái fram að ganga.
Fh stjórnar Eldingar
Gunnlaugur Á Finnbogason formaður
19.4.2007 | 21:00
Sumar

![]() |
Sumrinu fagnað í rólegheitum víðast hvar á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 20:58
Slæmar fréttir af Lundanum


18.4.2007 | 18:08
Þarna vantar álver
17.4.2007 | 19:26
Gleðlegt sumar allir ( Lundinn er kominn)

17.4.2007 | 19:20
Meira um Vinslustöðinna
17.4.2007 | 14:55
Mín skoðunn
![]() |
Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 14:09
Þetta mindi breita miklu fyrir þá sem minst hafa
Mikilvægara heldur enn lækkunn matarskats( mín skoðunn)
![]() |
Frjálslyndir vilja 150 þúsund króna skattleysismörk fyrir lágtekjurfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 22:35
Ekki kom Lundinn í kvöld





16.4.2007 | 18:17
Samúðarkveðja
Morguninn eftir fannst skipstjóri og eigandi bátsins látinn. Hann var einn um borð. Ekki er vitað hvað olli þessum hörmulega atburði.
Hinn látni hét Guðmundur Ragnarsson, mörgum þekktur sem Muggur.

Guðmundur hafði stundað smábátaútgerð um árabil frá Vopnafirði en hin síðari ár eingöngu stundað grásleppuveiðar.