Gleðilegt sumar

Lundinn að setjast upp á sumardaginn fyrsta sem er bara gaman og hefur gerst áður, en alltaf jafn gaman að sjá hann koma. Reyndar eru 4 dagar síðan hann mætti norður í Grímsey, en hann fer líka þaðan fyrr.Ég ætla að vera bara bjartsýnn fyrir þetta Lundasumar og í sjálfu sér ástæða til, enda mikið af bæjarpysju síðustu ár, en vonandi fer hún að skila sér sem unglundi í sumar, Stærsta fréttin er hinsvegar sú að í lok síðasta árs þá felldi bæjarstjórn Vestmannaeyja áður samþykkta ákvörðun um að ríkið fengi yfiráð yfir fjöllunum okkar sem er gott og afar ánægjulegt að sumir sem höfðu samþykkt þetta áður sáu að sér. Svo sannarlega vonum við öll að mikið verði af Lunda í sumar og mikið af pysju í haust. Gleðilegt sumar allir .


Bloggfærslur 19. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband