3.2.2010 | 18:16
Af útgerð
Þvælu áróður stórútgerðarinnar er svo ótrúlegur þessa dagana að maður nennir hreinlega ekki að svara allri þeirri vitlausu.
En ég er hins vegar að lesa bók sem heitir: Kastað í flóanum, upphaf togveiða við Ísland, eftir Ásgeir Jakobsson. Þar koma fram fyrstu viðbrögð Íslenskra stjórnmálamanna þegar togveiðar voru að byrja við landið og til gamans eru hér lög, sem samþykkt voru 1898:
1. gr.
Í landhelgi við Ísland skulu bannaðar vera fiskveiðar með botnvörpu (trawl).
2. gr.
Brot gegn 1. gr varða sektum, 1000-10000 krónum er renna í landssjóð og skulu hin ólöglegu veiðarfæri og hinn ólöglegi afli upptæk og andvirði þeirra renna í landssjóð. Leggja má löghald á skip og afla og selja að undangengnu fjárnámi til ljúkingar sektum og kostnað.
3. gr.
Nú hittist fiskveiðiskip í landhelgi með botnvörpu innanborðs og er þó eigi að veiðum, þá varðar það 200-2000 kr. sekt til landssjóðs nema skipið sé að leita hafnar í neyð, hittist hið sama skip í annað sinn í landhelgi með þessi veiðarfæri innanborðs, varðar það 2. grein.
Það hefur reyndar mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi lög voru samþykkt og reyndar held ég að lítið hafi nú verið farið eftir þessu á sínum tíma, en nokkuð merkilegt þegar horft var til þess, að menn höfðu á þessum tíma áhyggjur af því að trollið kynni að eyðileggja og þurrka upp fiskimiðin, þá er uppistaðan í flota eyjamanna trollskip, en svona var þetta á þeim tíma og áttu eyjamenn m.a. sína fulltrúa á þingi sem áttu þátt í að semja þessi lög.
Ég klikkaði áðan á auglýsingu neðarlega vinstra megin á visir.is þar sem meðal annars, í áróðri kvóta eiganda kemur þetta fram:
Útgerðarfyrirtæki hafa keypt 90% af aflaheimildum sínum.
Fyrning mun valda stórfelldum uppsögnum.
Fræðimenn telja þetta besta kerfið til að verja auðlindina.
Nýliðun í sjávarútvegi er mikil og öllum er opið að fjárfesta og starfa í greininni.
TRÚIR ÞESSU EINHVER?
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur ekki hrakið neitt af þessu og getur það ekki.
Sigurgeir Jónsson, 3.2.2010 kl. 19:37
Sæll Sigurgeir ,ég hef verið í útgerð í 24 ár og þar á undan starfað í fiski hér í Eyjum frá því fyrir 1980 , ég þarf ekki að færa nein rök fyrir mínu máli ég þekki sannleikan , hvert einasta atriði er HREIN LYGI .
Georg Eiður Arnarson, 3.2.2010 kl. 21:08
Landhelgin var 3 mílur þegar þetta var skrifað. Ég hef ekki orðið var við að það sé mikið veitt í troll innan við 3 mílur.
Smábátaútgerð er ekki verðmætaskapandi ef marka má skattframtöl margra trillukarla.
Viðhorf þín eru svipuð og hjá flestum sem hafa selt kvóta og vilja að hann sé tekinn af kaupendunum og færður aftur þeim sem selt hafa.
Sanngirni væri í því að smábátar hefðu sama hlutfall af veiðistofnunum og þeir höfðu á árunum 1988 1989 og 1990 að því frádregnu sem þeir hafa selt út úr kerfinu. Það er ekki endalaust hægt að láta trillukarla hafa meiri kvóta til að selja.
Kveðja. Hreinn Sigurðsson starfandi sjómaður
Hreinn Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 15:51
Sæll Hreinn , ég nenni ekki að svara svona bulli . kv .
Georg Eiður Arnarson, 11.2.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.