21.3.2010 | 16:44
Frábært landsþing
Úrslit úr kosningum - nánar
Landsþingi Frjálslynda flokksins var slitið um kl. 18:30 í dag. Það bar helst til tíðinda að Kolbrún Stefánsdóttir sitjandi varaformaður var felld af Ástu Hafberg.
Úrslit voru þessi:
Formaður: Sigurjón Þórðarson
Varaformaður: Ásta Hafberg
Ritari: Grétar Mar Jónsson
Formaður fjármálaráðs: Guðjón Arnar Kristjánsson
Þeir sem náðu kjöri í miðstjórn eru:
Georg Eiður Arnarson
Valdís Steinarsdóttir
Helga Þórðardóttir
Guðmundur Hagalínson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Rannveig Bjarnadóttir
Þorsteinn Bjarnason
Grétar Pétur Geirsson
Jóhanna Ólafsdóttir
Jóhann Berg
Pétur Guðmundsson
Hafsteinn Þór Hafsteinsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með þetta kallinn.
Þú átt eftir að standa þig vel í baráttunni eins og alltaf.
Bestu kveðj til ykkar allra í Vestmannaeyjum.
Nilli.
Níels A. Ársælsson., 21.3.2010 kl. 17:55
Já svona fór um sjóferð þá
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2010 kl. 19:04
Takk fyrir góðar kveðjur Níels.
Takk Kolla , "þannig fór um sjóferð þá" en að þetta hafi verið þín síðasta það tek ég ekki undir og vonast svo sannarlega eftir því að við fáum notið krafta þinna áfram . Er ekki stundum bara ágætt að stíga til hliðar og skoða málin frá þeirri hlið?"Glöggt er gests augað " Ég hef þá einföldu trú að þú hafir ekki sagt þitt síðasta . kv .
Georg Eiður Arnarson, 21.3.2010 kl. 22:46
Sæll Goggi. Þessi skemmtilega vísa passaði svo flott inn í þessa færslu þína að ég varð að láta hana fjúka. Magnús Geir bloggfélagi minn sendi mér hana eftir að ljóst var að ég hafði tapað fyrir Ástu. Jú það er ágætt að stíga til hliðar og gefa nýju fólki séns þó mér finnist ég ný eins og ég sagði í ræðu minni og meiri þörf á því að "gömlu" refirnir færu að hvíla sig. Nógu margir í þessum flokki sem hafa talið þorska upp úr sjó. Aðalmálið er að lýðræðið sé virkt og að fólk gefi kost á sér og nei nei ég er ekki hætt í pólitík. Bestu kveðjur til þín og þú ert gott innlegg í miðstjórnina. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2010 kl. 23:08
Til hamingju með sætið.
Aðalsteinn Baldursson, 22.3.2010 kl. 21:29
Takk fyrir góðar kveðjur Aðalsteinn og Kolla.
En að gefnu tilefni þá er einn miðstjórnarmaður rangfeðraður, það er ekki Þorsteinn Bjarnason, heldur á það að vera Þorsteinn Árnason, fyrrum eyjamaður.
Georg Eiður Arnarson, 23.3.2010 kl. 14:02
til hamingju með sætið pabbi minn og vonandi á þetta eftir að ganga vel einsog allt sem u gerir :) kær kveðja svabbi og nýja frúin hehe ;)
svavar þór georgsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.