19.1.2007 | 15:35
Róður á blíðu ve frá Vestmannaeyjum 15 janúar 2007 :D
vaknaði kl:4 fer strax og tek veðrið á textavarpinu veðurspáin er ágæt en ennþá aðeins norðankaldi við eyjarnar.
Fæ mér morgunmat (te og með því) og fer strax að skipuleggja róðurinn einsog ég er vanur.
Kl:05:30 er lagt frá bryggju með mér er sonur minn (Svavar Þór 19 ára) í sínum fyrsta róðri á þessum bát um borð voru 16 bjóð (1 bjóð = 420 króka fiskilína)
Stefnan er tekin austur fyrir Bjarnarey þar lögðum við fyrstu 5 bjóðin tókum síðan stefnuna norðar og austar með hin bjóðin.
Rétt fyrir 9 höfðum við lagt öll bjóðin og tókum við þá stefnuna til baka þar sem að fyrstu bjóðin voru lögð við Bjarnarey, fallaskiftin voru kl:9 eða rét fyrir byrtingu og lægði þá vindinn og gerði hið besta veður :D
kl:09:30 byrjuðum við að draga ég stóð við spilið og Svavar þór í aðgerð um kl:15 höfðum við lokið við að draga alla línuna reindist aflinn vera ágætur eða um 2,2 tonn af blönduðum fiski eða c.a. 1200 kg af þorsk og ýsu og 1000 kg af keilu og löngu og blandi sem er ágætt í Vestmannaeyjum um kl:16:30 vorum við komnir að bryggju hófst þá strax löndun.
Var löndun lokið og báturinn var kominn í sitt stæði um kl:18:00.
Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér langar að útskíra muninn fyrir og eftir leigu reindar skal það tekið fram að flestar tegundir hjá mér eru í föstum viðskiftum og föstu verði fyrst og fremst til að komast hjá því verðfalli sem að stundum verður á fiskmörkuðunum.
Heildar aflaverðmæti fyrir leigu eru c.a. 320.000 kr eftir leigu standa eftir 160.000 kr og á eg þá eftir að borga olíukostnað, beitningarkostnað, beitu og annað sem að fylgir því að vera í útgerð.
Niðurstaða mín er því sú einsog svo margir útgerðarmenn á Íslandi vita að það borgar sig miklu frekar að leigja frá sér aflaheimildir heldur en að veiða þær.
Nóg í bili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2007 kl. 17:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.