Minning, Vörður og söfnun

Vinur minn og mágur Jóhannes Esra Ingólfsson lést í júlí á síðasta ári langt um aldur fram. Lát hans var okkur öllum, ættingjum og vinum, mikið áfall enda Esra, eins og við kölluðum hann, á besta aldri. Tengsl okkar Esra voru í gegnum þær systur, Matthildi kona mín og konuna hans Guðný Önnu Tórshamar, en þau giftu sig í maí 2007. Kynni okkar Esra hófust fyrir ca. 20 árum síðan og hefur Esra oft reynst mér og mínum vel, enda duglegur maður að maður tali nú ekki um, eðal kokkur, en ég var m.a. svo heppinn að róa með honum eina netavertíð á netabát frá Eyjum.

Esra þótti mjög vænt um fjölskyldu sína, en hafði undir það síðasta töluverðar áhyggjur af því að ef eitthvað kæmi fyrir sig, þá gæti Guðný lent í töluverðum fjárhagserfiðleikum, enda hafa þau síðustu árin verið að gera upp húseignina að Vestmannabraut 57 og eignin því töluvert skuldsett.

Um áramótin 2007-08 opnaði fyrrum þingmaður Sjálfstæðismanna, Guðjón Hjörleifsson útibú fyrir Vörð í Vestmannaeyjum og hóf að bjóða ódýrar tryggingar, en Guðjón er mjög vinsæll og þekktur í Eyjum, bæði sem fyrrum þingmaður og fyrrum bæjarstjóri. Guðjón og Esra höfðu verið vinir í fjölmörg ár, enda Elliðaeyingar. Á árinu 2008 ákvað því Esra að færa sínar tryggingar úr Vís til Varðar hjá Guðjóni vini sínum. Reyndar í fyrstu ekki allar, því að hann var á báðum áttum með það, hvort að hann ætti að segja upp sterkri líftryggingu hjá Vís gegn veikari tryggingu hjá Verði, eða svokallaðri tryggingu vegna frítíma slys, en eftir að hafa rætt þessi mál við Guðjón færði hann þá tryggingu líka yfir til Varðar. Esra var mjög opinskár maður og sagði okkur öllum, vinum og ættingjum frá þessari ákvörðun sinni, ég ætla að leyfa mér að orða þetta með orðum Esra:

"Ég er mjög ánægður með það að vera kominn með allar mínar tryggingar til Gauja. Hann mun sjá til þess að ef eitthvað kemur fyrir mig að hún Dinna mín fái sitt." 

Frá því í haust höfum við nokkrir vinir og ættingjar, með aðstoð góðs lögfræðings, ítrekað óskað eftir því að þessi trygging verði gerð upp við ekkjuna, en alltaf fengið loðin svör um að þessum tiltekna dauðdagi hefði Esra ekki verið tryggður.  Sjálfur hef ég ítrekað skorað á Guðjón að beita sér í málinu og hefur Guðjón lofað því, en þegar á reynir virðist eitthvað lítið vera um efndir. Fyrir nokkru síðan sendi síðan lögfræðingur okkar skriflegt erindi til Varðar tryggingarfélags og óskaði eftir skýrum svörum og fengum við svar í síðustu viku, þar sem ítrekað er bent á það, að Esra hafi ekki verið líftryggður og í bréfinu er greinilega ýjað að því að nafn hans verði dregið niður í svaðið ef við förum í mál.

Mat lögfræðings okkar er á þann veg, að þetta mál geti tekið mörg ár og frekar ólíklegt að það skilaði því sem hann Esra hélt að hann væri að skrifa upp á, á sínum tíma. 

Þegar maður skoðar þetta mál frá ýmsum sjónarmiðum, þá er nokkuð ljóst að Vörður tryggingarfélag hefur eins og mörg önnur sambærileg félög og fyrirtæki tapað gríðarlegum fjárhæðum í hruni bankanna og nokkuð ljóst að afar erfitt er að sækja mál á fyrirtækið þegar um töluverðar upphæðir er að ræða. Varðandi hlut Guðjóns í þessu máli, þá erum við ættingjar og vinir Esra ekki í nokkrum vafa um það, að Guðjón hafi farið offari í þessu máli í loforðum, loforð sem að hann bæði vill ekki og/eða getur ekki staðið við.

Ég er nú sjálfur með mínar tryggingar hjá Verði og hef þegar tilkynnt Guðjóni að ég muni flytja mínar tryggingar frá þessu tryggingarfyrirtæki við fyrsta tækifæri. 

Staða ekkjunnar í dag er þannig, að dánarbúið hefur verið gert gjaldþrota, húsið, bíllinn, allar þeirra eigur teknar upp í gjaldþrotið og eftir situr hún, öryrki, búin að missa manninn sinn og allar þeirra eigur, sem sé á götunni. Við aðstandendur Guðnýjar Önnu Tórshamar höfum því opnað reikning í Sparisjóð Vestmannaeyja til að reyna að létta undir með henni í hennar erfiðleikum og skorum því á alla Eyjamenn og aðra sem þekktu Esra og þekkja Dinnu, að leggja sitt af mörkum, en reikningsnúmerið er: 1167-05-600.

Með fyrirfram þökk, ættingjar og aðstandendur Guðnýjar Önnu Tórshamar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur aldrei líkað við ríkið okkar í dag og þau ættu að skammast sín en skal glaðlega hjálpa til ;* þykir alltof vænt um Dinnu til að láta eitthvað koma fyrir hana.

Árni Óðinsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það er erfiðara en tárum taki að lesa þetta,mér leist aldrei á Gauja Hjöll hvorki sem Bæjastjóra né Þingmann,þess vegna kemur mér hans hlutur í þessu máli ekkert á óvart,þú segir að Gaui sé vinsæll,nei Goggi, Gaui var ekki vinsæll,þvert á móti,hann var frægur fyrir sýn loforð sem hann stóð svo sjaldnast við.Hugur minn verður hjá Guðnýu þennan dag, kv

þorvaldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 09:20

3 identicon

Mín skoðun er sú að Gauji hefur og verður alltaf maður sem felur sig bakvið sjálfstæðisflokkinn...hef aldrei haft álit á þessum vesaling og mun aldrei gera....

Helgi (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 14:02

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, þessi sorga saga er ekki góð fyrir mannorð Guðjóns, ég er viss um að hann frændi minn Jóhannes Esra snýr sér við í gröf sinni, ég vona til Guðs að fólk sjái sér fært að aðstoða Guðnýu í hennar sorgarferli, sem hefði getað verið léttar hefði Vörður og Guðjón staðið við sitt.

Innilegar samúðakveðjur til ykkar allra. 

Helgi Þór Gunnarsson, 25.4.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Að gefnu tilefni, þá er þetta skrifað fyrst og fremst til að hjálpa henni Dinnu okkar, en ég gleymdi kt. reikningsins sem er á hennar nafni: 080153-3819

Georg Eiður Arnarson, 25.4.2010 kl. 23:12

6 identicon

Vá hvað var erfitt að lesa þetta já það má ekkert slæmt henda hana Dinnu mína, ég skora á alla að hjálpa til sem geta!

Esra og Dinna voru heiðurshjón, innileg og hlý!

Er mjög ánægð með skrif þín Goggi heyr, heyr!

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 16:20

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Georg. Hvað varð um síðasta bloggið þitt á eyjar.net,  það bara hvarf  Hefurðu einhveja haldbærar skýringu þar á?  Togaði ef til vill einhver  í spotta?  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 27.4.2010 kl. 09:29

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Þorkell , já ég tók eftir þessu og hringdi í vin minn sem allt veit og jú , þarna var greinilegas kyft í spotta . kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.4.2010 kl. 11:29

9 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Harmsaga. Esra var góður vinur okkar hjóna. Gott framtak hjá þér Goggi minn.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 28.4.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband