9.5.2010 | 20:44
Sveitarstjórnarkosningar 2010
Eyverjar með Margréti Rós í fararbroddi, senda okkur Frjálslyndum tóninn í síðustu viku og telja að við höfum með ályktun okkar hvatt almenning til að hundsa sinn lýðræðislega rétt til þess að hafa áhrif á samfélagið. Fyrir það fyrsta, þá er ég mjög ánægður að sjá það að hún og aðrir Eyverjar hafi kynnt sér vel ályktanir Frjálslynda flokksins (hægt að nálgast á www.xf.is) hins vegar, þá skautar Margrét algjörlega framhjá ástæðunni sem gefin er upp í ályktun okkar, en til upprifjunar fyrir hana og aðra, þá er þetta svona:
Árið 2006 bauð Frjálslyndi flokkurinn fram lista og urðum við vitni að vafasömum vinnubrögðum gömlu fjórflokkanna, sem við vorum ekki og erum ekki sátt við. Þess vegna hvetjum við okkar fólk í Eyjum og aðra sem styðja stefnu Frjálslynda flokksins að hundsa þessar kosningar með því að sitja heima eða skila auðu.
Við sem stóðum að þessu framboði 2006 vorum flest okkar ný og óreynd á hinu pólitíska sviði, sjálfur hafði ég aldrei komið nálægt neinum kosningum áður enda engar sérstakan áhuga á pólitík. Ég hafði hins vegar oft heyrt ljótar sögur af vinnubrögðum flokka, sem telja að pólitísk völd skipti meira máli heldur en heiðarleg og manneskjuleg samskipti fólks. Þess vegna ákvað ég að fylgjast sérstaklega með vinnubrögðum gömlu flokkanna. Vonbrigði mín við því sem ég varð vitni að voru gríðarleg og kannski má segja sem svo, að aldrei hefði ég trúað því að fólk gæti lagst svona lágt í að reyna að fá fólk, sem í mörgum tilvikum á kannski erfitt með að svara fyrir sig eða þolir illa margs konar áreitni, til þess að kjósa sig. Þar sem ég hef líka heyrt í V-lista mönnum, þá ætla ég hér með að gera þessum stóru framboðum sameiginlegt tilboð:
Hafið þið samband við mig? og ég mun kanna hjá fólki sem að við Frjálslynd vorum vitni að, að voru tekin í gegn fyrir kosningarnar 2006, og birta sögur þeirra hér á blogg síðu minni ef þau vilja ?
Varðandi lýðræðislegan rétt fólksins til að hafa áhrif á samfélagið, þá er áskorun okkar Frjálslyndra engin krafa, heldur fyrst og fremst tilmæli og þá sérstaklega ef tekið er tillit til þess að einu flokkarnir sem eru í framboði hér í Eyjum, eru nákvæmlega sömu flokkar og bera mesta pólitíska ábyrgð á hruni Íslenska fjármálakerfisins, og svo að ég nefni eitt enn, þá var gefið fordæmi fyrir þessum tilmælum okkar Frjálslyndra 2006 þar sem Framsóknarmenn sendu frá sér fréttatilkynningu aðeins örfáum dögum fyrir þær kosningar, þar sem þeir skoruðu á sitt fólk að skila auðu eða sitja heima. Ég hef reyndar oft sagt það að Framsóknarflokkurinn er, að mínu mati, spilltasti flokkurinn á Íslandi en um það eru að sjálfsögðu deildar meiningar. Við Frjálslynd hins vegar, ákváðum að senda frá okkur okkar tilmæli mánuði fyrir kosningar til þess einmitt að geta fengið andsvör og svarað þeim, svo ég þakka Margréti fyrir hennar grein og mun að sjálfsögðu svara eins og vanalega öllum athugasemdum.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður- rokka meira. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.5.2010 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.