Fékk þetta sent

ÞETTA ER AÐ GERAST HÉR Í OKKAR EIGIN LANDI!

Við verðum strax að stöðva þetta!


Hefurðu tekið eftir að stigarnir eru
brattari? Matvörurnar eru þyngri. Og allt er lengra í burtu! í gær gekk ég út á horn og ég varð forviða að komast að því hvað gatan okkar er orðin löng!
Og, vitið þið, fólk er ekki eins tillitssamt núorðið, sérstaklega unga fólkið. Þau eru alltaf hvíslandi !  Ef þú biður þau að tala hærra, þá halda þau alltaf áfram að endurtaka sömu þöglu skilaboðin þar til þau verða rauð í framan! Hvað halda þau að ég sé, varalesari?

Mér finnst þau líka miklu yngri en ég var, þegar ég var á þeirra aldri.

   Hins vegar eru aðrir sem segjast vera á mínum aldri, sem virðast svo miklu eldri en ég. Ég rakst á gamlan vin um daginn og hún hefur elst svo mikið að hún þekkti mig ekki einu sinni.   Ég fór að hugsa um þessa veslings konu, meðan ég var að greiða hárið í morgun, og um leið horfði ég á eigin spegilmynd. Jæja, SVEI MÉR ÞÁ, jafnvel speglar eru ekki eins vandaðir og þeir voru áður fyrr!

Annað mál, allir aka svo hratt núorðið! Líf þitt og limir eru í hættu, ef þú ekur yfir á hraðbrautina fyrir framan þá. Ég get einungis sagt að bremsurnar þeirra hljóta að eyðast mjög hratt, miðað við hvernig ég sé í gegnum afturrúðuna að þeir skrensa og beygja.

Fataframleiðendur  eru ekki eins vandir að virðingu sinni nú til dags. Er nokkur önnur skýring á því að þeir eru skyndilega farnir að merkja föt sem eru nr. 10 eða 12 sem nr. 18 eða 20? Halda þeir að enginn taki eftir þessu? Þeir sem framleiða baðvigtir eru við sama heygarðshornið. Halda þeir virkilega að ég “trúi” að það sé rétt þyngd sem ég sé? HA! Ég mundi aldrei leyfa mér að verða svona þung! Hverja heldur þetta fólk að það sé að plata?
Ég vildi gjarnan hringja í einhverja ráðamenn, til að tilkynna hvað sé að gerast – en símafélagið er líka í samsærinu: Þeir hafa prentað símaskrárnar með svo litlu letri að enginn getur nokkru sinni fundið símanúmer þar!

Allt sem ég get gert er að senda þessa viðvörun áfram:
Það hefur verið ráðist á okkur!

 

Ef það gerist ekki eitthvað stórkostlegt bráðlega, þá munu fljótlega allir þjáðst af þessari hræðilegu niðurlægingu.

VINSAMLEGA SENDU ÞETTA ÁFRAM TIL ALLRA SEM ÞÚ ÞEKKIR EINS FLJÓTT OG HÆGT ER, SVO AÐ VIÐ GETUM STÖÐVAÐ ÞETTA SAMSÆRI!

 


PS: ÉG SENDI ÞETTA TIL ÞÍN MEÐ STÓRU LETRI, ÞVÍ AÐ EITTHVAÐ HEFUR KOMIÐ FYRIR LETRIÐ Á TÖLVUNNI MINNI - þAÐ ER SMÆRRA EN ÞAÐ VAR ÁÐUR!!!!




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband