8.11.2010 | 12:36
Enn einu sinni fastur uppi á landi...........
.........og þetta er í 3 skiptið á 2 mánuðum sem ég þarf að kaupa mér gistingu og missa af vinnu ásamt öðrum óþægindum, og er tjón mitt orðið um 500 þús. krónur á þessu Landeyjaklúðri, og mér er sagt að ferð Herjólfs til Landeyjarhafnar í hádeginu í dag hafi verið aflýst vegna þess, að skipið hafi verið við það að taka niðri á flóðinu í morgun í Landeyjahöfn. Einnig er mér sagt að uppi séu hugmyndir um að loka Landeyjahöfn hugsanlega restina af vetrinum. Hef ég því ákveðið að skora á eftirtalda aðila að axla sína ábyrgð og segja af sér: Sigurður Áss Grétarsson, Siglingamálastofnun, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristján Möller, alþingismann og fyrrverandi samgönguráðherra, Róbert Marshall, alþingismann og Árna Johnsen, alþingismann.
Kv. Georg E. Arnarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg, það var ekki vegna dýpisins eingöngu, heldur var skipið rétt farið upp í vestari garðinn, alda hreif okkur með sér, og hefur straumur verið þarna með líka, ef við hefðum verið á nýju skipi eins og til stóð, þá er ég ekki viss um hvernig hefði farið, því Gulli náði að bæta við vélaraflið og beita stýri svo flott að hann reddaði okkur frá þessum sjávarháska!
Helgi Þór Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 14:01
Hversu lengi á að halda þessari hringavitleysu og háskaleik áfram? Þetta verður hreinlega að stöðva áður en stórslys hlýst af. Þráhyggja Siglingamálastofnunar stefnir í að verða lífshættuleg fyrir utan það að þessi brjálsemi er kostuð af þjóðinni.
Árni Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 17:53
Þetta verður allt í lagi á meðan við höfum svona góða skipstjóra Árni!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 19:53
sæll Helgi, ágætt að frétta þetta, en eins og þú veist þá hef ég marg sinnis varað við austanáttinni þarna, enda er eins og ég hef svo oft sagt, austanáttin ríkjandi átt í Vestmanneyjum en ekki suðvestanátt eins og Siglingamálastofnun segir. Einnig er ég sammála þér í því að ef sú ferja sem Siglingamálastofnun var með á teikniborðinu hefði verið komin í gagnið þá hefði þetta farið mun verr, en svo er aftur spurning, verður nokkurn tímann hægt að nota þessa höfn yfir vetrartímann? Um það hef ég altaf efast en er farinn að halda að það sé nánast algjörlega vonlaust.
Georg Eiður Arnarson, 8.11.2010 kl. 21:42
Sæll Árni, sammála þér og það sem verra er, varðandi kostnaðarhliðina, þá er eins og við vitum öll, Ríkiskassinn tómur.
Georg Eiður Arnarson, 8.11.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.