Að gefnu tilefni

Bloggfríi lokið og þó fyrr hefði verið.

Um síðustu helgi þurfti ég að fara til Reykjavíkur og þar sem að frúin ákvað að koma með, þá ákváðum við að gera svolítið vel við okkur og taka tilboði um gistingu sem birst hefur reglulega í Fréttum, bæjarblaði Vestmannaeyja, frá Hótel Arnarhvoll Center hótel, Ingólfsstræti 1, Reykjavík. Ætlunin var að fara á laugardagsmorgun með Herjólfi og gista eina nótt á þessu hóteli, allt innifalið. Á laugardagsmorgun hinsvegar, vöknuðum við bæði með flensuvott og ákváðum því að sleppa ferðinni, bakfærðum miðana í Herjólf og hringdum síðan í hótelið þar sem okkur var tilkynnt, að það væri ekki hægt að afpanta og þó svo að það hafði hvergi verið tekið fram í auglýsingunni (eða ég hef allavega ekki séð það), þá er þetta hótel með þá reglu í gildi að ef fólk afpantar ekki með tveggja sólarhringa fyrirvara, þá verður það að borga hótelið að fullu. Mér þótti þetta mjög ósanngjarnt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hótelið auglýsir sérstaklega gistingu fyrir eyjamenn og ef tekið er mið af því, hversu óöruggar samgöngur okkar eru þessa dagana, þá get ég ekki mælt með þessu hóteli og mun aldrei panta þar gistingu aftur.

 

Af öðrum málum, þá er ég núna að vinna grein um sjávarútvegsmálin, sem nú allt í einu eru komin aftur upp á yfirborðið, en því miður, eins og svo oft áður, er umræðan hér í eyjum afar furðuleg, vægast sagt, og einhliða.

Varðandi Landeyjarhöfn, þá hef ég nú sagt í raun og veru allt sem hægt er að segja um þessa framkvæmd, bæði löngu áður en verkið hófst og eftir að verkinu lauk, þ.e.a.s. ef því er lokið? En mér þykir það afar sorglegt að nánast hver einasta athugasemd sem ég setti við þessa framkvæmd á undirbúningstímabilinu, hefur gengið eftir og kannski fyrst og fremst dapurlegt að lesa umfjöllun í Fréttum, Vestmannaeyja, núna fyrir helgi þar sem greinilega kemur fram þrýstingur yfirmanna Siglingamálastofnunar og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum á skipstjórana á Herjólfi, þeim fyrrnefndu til skammar.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin.

Eitt er ég svolítið hissa á, en það er hvað þú ert langrækin í skoðunum, ekki það að það sé slæmt, heldur það að sú staðreynd að Land-Eyjahöfn er raunveruleg. En ef ég hugsa um það af hvaða kyni þú ert, þá er það ekkert skrýtið.

Ég var harðari andstæðingur Bakkafjöruhafnar fyrst, en svo þegar ÞEIR ákváðu fyrir okkur að byggja þessa höfn, þá gat maður ekkert annað en bakkað með sýna skoðun, annað væri bara eins og rjúpa að rembast við staur. Það er betra að vera bjartsýnn og jákvæður í allri umræðu, aðstæður þarna uppfrá er víst nógu slæmar, svo við rökkum það ekki meira niður.

Ég sagði alltaf að það tæki tvö ár að læra á og bæta höfnina, vittu til!

Þetta með framkvæmd á öllu sem viðkemur Land-Eyjahöfn, er efni í heila bók, og sú bók yrði hryllingsaga.

Jæja Georg, ég bið að heilsa þér í bili.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi, og já takk fyrir það liðna . sammála þér í því að vonandi tekst að laga höfnina og aðstæður við hana en á meðan ég sé ekki neina raunhæfa lausn koma fram þá stend ég við mínar skoðanir. Þú sérð reyndar að þessi fyrsta bloggfærsla mín Á ÞESSU ÁRI ÁTTI EKKI AÐ VERA UM LANDEYJARHÖFN ÞÓ SVO AÐ Á HANA SÉ MINNST . KV .

Georg Eiður Arnarson, 21.1.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 22.1.2011 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband