Veður, sjólag og samgöngur.

Er það sem hvað helst er rætt í Eyjum í vetur og svo sem eðlilegt, enda skipta þessi 3 orð okkur gríðarlega miklu máli.

Að undanförnu hafa fjölmargir sagt við mig að þessi vetur sé að verða óvenju harður, þetta er alrangt og svona til að upplýsa fólk þá er þetta þannig, að eftir 24 ár í útgerð  þá get ég sagt það til dæmis að veturinn fram að áramótum er með þeim betri sem ég hef upplifað á þessum 24 árum og þar af Nóvember sá næst besti sem ég hef fengið öll þessi ár. Janúar var svona í þokkalegu meðallagi, en Febrúar frekar erfiður en kemst samt ekki í hóp fimm verstu sem að ég hef upplifað, Mars stefnir hins vegar í að vera með þeim verstu, en þessir fyrstu 3 mánuðir ársins eru yfirleitt erfiðir, en í heildina stefnir veturinn í að vera nokkuð örugglega í hópi þeirra 10 bestu þessi 24 ár.

Margir hafa nefnt það að sjólagið í Landeyjahöfn sé búið að vera óvenju slæmt, en svo er alls ekki enda ölduhæðin varla farið upp fyrir 5 metrana í allan vetur (fór hins vegar einu sinni í 8,8 metra í hitt í fyrra vetur).

Niðurstaða mín eftir reynslu vetrarins og öll þessi ár sem sjómaður hérna við eyjar er því nokkurn veginn eins og ég bjóst við, þ.e.a.s. það er amk. 90% líkur á því að Landeyjarhöfn verði aldrei heils árs höfn. En hvað skal gera? Ástæðan fyrir því að ég byrjaði aftur í haust að skrifa um Landeyjarhöfn er fyrst og fremst það, að að mér var laumað þessi hugmynd að bjóða höfnina út og smíða síðan alvöru skip til siglinga milli Þorlákshöfn og Eyja. Þessi hugmynd stendur í sjálfu sér alveg fyrir sér, en eftir að hafa rætt málið við fjölda fólks út  um allan bæ, þá langar mig að koma með betri hugmynd. 

Eins og allir vita, þá er kominn tími á ferjuna og nú þegar liggja fyrir hugmyndir á borði Siglingamálastofnunar um nýja ferju sem ég hef algjörlega hafnað, enda ganga þær út á bæði minni og gangminni ferju. Ég legg hins vegar til að þegar ferjan verði smíðuð, þá verði hún kannski aðeins mjórri og með töluvert minni yfirbyggingu heldur en núverandi ferja, en verði hins vegar mun lengri eða amk. 80-90 m. og geti þannig hugsanlega orðið tveggja öldu skip sem núverandi ferja er ekki. Til þess að mæta slíkri ferju, þá yrði að stækka snúningshringinn inni í Landeyjahöfn, en það ætti ekki að vera svo mikið mál. Hugsanlegt væri líka að hafa auka vél til að bæta við þegar sigla þyrfti til Þorlákshafnar. Einnig held ég að sniðugt væri að hafa á nokkrum stöðum í ferjunni kojur sem væru þá felldar inn í veggina, en hægt að taka niður eftir þörfum. Sömuleiðis mætti setja tvöfalda veltiugga á ferjuna og þar á meðal t.d. veltiugga sem gengju hugsanlega niður úr ferjunni og væru einungis notaðir þegar siglt væri til Þorlákshafnar og þannig hjálpa til við að gera ferðina sem þægilegasta fyrir okkur Eyjamenn.

Lokaorð:

Með þessari grein ætla ég enn einu sinni að reyna að hætta þessum skrifum um Landeyjarhöfn, enda ég eins og sennilega flestir Eyjamenn löngu orðinn hund leiður á þessari umræðu. Ég hef ítrekað verið ásakaður um það að vera bara fyrst og fremst neikvæður og vera með einhverjar úrtölur í garð Landeyjarhafnar og m.a.s. hef ég fengið að heyra það, að ég sé bara yfirhöfuð á móti höfninni. Þetta er að sjálfsögðu al rangt, því ég tel mig svo sannarlega vera í þeim hópi Eyjamanna sem óskar sér bættra samgangna þó þessi leið væri svo sannarlega að mínu mati ekki besti valkosturinn, þá vona á svo sannarlega að þetta muni lagast. Framtíðin er óráðin, möguleikarnir eru fyrir hendi, Landeyjarhöfn er fyrst og fremst tækifæri til þess að bæta samgöngur okkar en við verðum að horfa á þetta tækifæri raunhæfum augum og ekki láta óraunhæfar væntingar ráða gjörðum okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því sem þú setur hérna fram og sérlega sammála þeim hugmyndum sem þú setur fram um gerð nýrrar ferju

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 21:37

2 identicon

Góður pistill Georg eins og alltaf.Bestu kveðjur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, það er eitt sem þið gleymið, en það er að Þorlákshöfn er ekki mjög góð gangvart stærra skipi, ég veit það að mörg skip þurfa að sæta lagi þangað inn.

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 17:38

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll helgi, já en þú ert búin að gleima spjalli mínu við hafnarstjóran þar og þeim breitingum sem eru á áætlun þar. svo veistu það að alla þessa viku er búið að vera ófært í landeyjarhöfn en Herjólfur fór 2 ferðir í dag til þorlákshafnar í 8 og 9 metra ölduhæð . kv .

Georg Eiður Arnarson, 15.3.2011 kl. 22:51

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, ekki fór Herjólfur morgunferðina kl 07-30, of stórt skip er ekki hentugt í Þorlákshöfn að mati skipstjóra á Herjólfi, ég er sammála þeim, því ég veit það frá karli föður mínum sem býr uppfrá til 35 ára, að sum skip og loðnubátar komast ekki inn, nema á flóði! Þannig er nú bara það minn kæri, úr því að ÞEIR vildu þetta sem við köllum Landeyjarhöfn, þá er það guðsgjöf að bankahrunið varð og hætt var við nýsmíði, það hefði orðið skall í orðsins fyllstu merkingu.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 23:47

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi, Herjólfur fór 2 ferðir í gær í 8 og 9 metra ölduhæð. Í Þorlákshöfn eru tekin inn vikulega 140 metra skip og að sögn hafnarstjórans þar engin vandamál þó Herjólfur væri 100 metrar, en ég er að tala fyir allt að 80 til 90 metra skipi . Að öðru leiti vísa ég í greinina og athugasemd mína hér á undan . kv .

Georg Eiður Arnarson, 16.3.2011 kl. 13:33

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband