21.3.2011 | 09:56
Af Icesave
9. apríl n.k. kjósum við Íslendingar um það sem kallað hefur verið Icesave 3 og sýnist sitt hverjum, og þegar maður horfir á umræðurnar í fjölmiðlum að undanförnu, þá er í raun og veru vonlaust að komast að einhverri niðurstöðu um hvað sé rétt eða hvað sé rangt. Sjálfur hafði ég svona hálft í hvoru vonað að ríkisstjórn og forseti kláruðu málið einfaldlega vegna þess, að ég tel mig vera allt of hlutdrægan eins og svo marga Íslendinga, því ég hef að sjálfsögðu engann áhuga á að borga skuldir óreiðumanna og braskara.
Það er svolítið merkilegt, að þegar maður horfir til baka á Icesave 2 sem að sögn ríkisstjórnarinnar var á þeim tíma það besta sem við gætum fengið, en þýddi með vöxtum skuldsetningu á þjóðina upp á 4-500 milljarða og svo í dag, nánast sömu rök en sennilega með lægri upphæð og þau rök, að ef við samþykkjum ekki núna þá gætum við fengið á okkur reikning upp á 4-500 milljarða í versta lagi. Mér finnst þetta ekki mjög trúverðugt og þegar við horfumst í augu við þann veruleika, að nú þegar erum við byrjuð að borga reikninginn fyrir útrásina með hækkandi sköttum og niðurskurði í allri þjónustu sem ríkið greiðir og þá staðreynd, að núverandi ríkisstjórn er með það í stefnuskrá sinni að ganga í ESB, þá er nokkuð ljóst að slíkt spilar augljóslega inn í skoðanir ríkisstjórnarinnar, að maður tali nú ekki um þá staðreynd að, eins og allir vita, þá voru það bæði þingmenn, ráðherrar og ríkisstjórnir síðustu ára sem komu okkur í þessa klípu. Þegar á allt er litið, þá held ég að það sé alveg augljóst að við verðum öll að taka okkar eigin ákvarðanir eftir okkar bestu getu og sannfæringu.
Að mínu mati, þá tel ég lang skynsamlegast að fá úr því skorið fyrir hæstarétti, hvort að við Íslendingar eigum yfirleitt að borga svona skuldir, því að ef við segjum já núna og tökum tillit til þess sem við sjáum allt í kringum okkur, ofurlaun bankastjóra, hækkandi laun hjá yfirmönnum í hinum og þessum fyrirtækjum, brask með hlutabréf sem nú þegar er byrjað aftur, að maður tali nú ekki um þá staðreynd að enginn af útrásarvíkingunum hefur enn verið látinn greiða neitt til baka af ráði, þá finnst mér málið snúast meira um fordæmi, því að augljóslega, þá þýðir það það ef við segjum já að þá erum við að mínu mati að segja já við því, líka í framtíðinni, ef sambærileg mál koma upp. Þess vegna er ég á þeirri skoðun í dag að réttast sé að segja nei í kosningunum 9. apríl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
NEI, flottur Georg!
Ef Jóhanna fær ekki aura að láni, neyðist Jón Bjarnason til að gefa frjálsar handfæraveiðar, það leysir
byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, ekki nýjar lántökur!
Aðalsteinn Agnarsson, 21.3.2011 kl. 21:14
Sæll Aðalsteinn ,sammála þér að vissu marki en ég hefði helst viljað að Þorskaflahámarks kerfið væri rekið upp aftur þar sem veiðar á öllum tegundum nema Þorski væru frjálsar . kv .
Georg Eiður Arnarson, 22.3.2011 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.