Gleðilegt sumar

Lundinn er að setjast upp í kvöld, sem þýðir að sumardagurinn fyrsti er runninn upp hjá mér. Lundinn settist upp þann 13. í fyrra en 20. í hittifyrra, en sl. 20 ár hefur hann einmitt sest upp á þessu tímabili þ.e.a.s. 13-20 apríl.

Að venju ætla ég að spá fyrir um sumarið. því miður held ég að makríllinn muni koma aftur í sumar og éta þar með ætið frá pysjunni. Eina ráðið sem ég hef séð við því er að auka veiðarnar verulega á makríl, en því miður virðast slíkar hugmyndir ekki eiga upp á pallborðið hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum.

Einnig held ég að fleiri og fleiri hljóti nú að fara að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem opnun fjörunnar fyrir snurvoð hefur, en Landeyjarfjara var opnuð fyrir snurvoð í okt. 2007 og síðan þá hefur nánast engin pysja komist á kreik og að sama skapi, það ár var ýsukvótinn á Íslandi 105 þús. tonn, var kominn niður í 50 þús. tonn á þessu fiskveiðiári og samkv. nýjustu mælingum Hafró verður sú tala lækkuð enn meira í haust að öllum líkindum. 

Ég skil vel að útgerðarmenn snurvoðabáta séu alls ekki sammála mér í þessu, en í sjálfu sér ætti ekki að vera svo mikið mál að taka nokkrar prufusköfur inn í fjöru áður enn öllum flotanum er hleypt þarna inn eftir, en m.a. er mér sagt að þeir sem ganga hvað harðast í að kasta alveg uppi í fjöru, séu meira að segja farnir að fá reglulega töluvert af bæði lax og silung í fjörunni og stór spurning hvort að ekki verði að fara að skoða þessi mál í alvöru, en eins og allir vita þá er fjaran uppeldissvæði fyrir bæði síli, smá ýsu og margs konar smáfisk sem m.a. lundinn hefur á árum áður notið góðs af.

Varðandi hugsanlegar lundaveiðar í Vestmannaeyjum í sumar, þá tel ég það í raun og veru ekki vera verjandi en get þó tekið undir þær skoðanir, að það sé kannski skynsamlegt að leyfa veiðar í 5 daga á sumri, eins og síðustu ár, til þess að geta þá tekið sýnishorn úr stofninum. Að sjálfsögðu er það besta leiðin til þess að fylgjast með ástandi stofnsins að veiða nokkur stykki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir Georg og sömuleið gleðilegt sumar fyrir þig og fjölskyldu þína...............

Jóhann Elíasson, 17.4.2011 kl. 22:28

2 identicon

Sæll Goggi. Ekki sá ég hann setjast upp í kvöld frekar en í gærkvöldi og er þar líklega um að kenna mjög lágum lofthita en sá hann bæði á flugi og á sjó og þó heldur meira í gærkvöldi 16.04 heldur en í kvöld. Kv. EVJ

Elías V. Jensson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 22:32

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir Jóhann og sömuleiðis .

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2011 kl. 23:30

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Elías, ég horfði upp í klett í gærkveldi en sá ekkert , en fór hinsvegar sjónaukarúnt í kvöld eftir að Þórarinn Sigurðsson hringdi í mig eins og árlega og lét mig vita . Sá ekki marga setjast upp en samt nokkra . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2011 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Georg sömu leiðis gleðilegt sumar. Ég er sammála þér að snurvoðin er skaðræðisgripur það hafa nokkrir sjómenn sagt mér, sjálfur hef ég ekki verið á snurvoð.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.4.2011 kl. 18:30

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Gleðilegt sumar.

Aðalsteinn Baldursson, 22.4.2011 kl. 14:20

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir kveðjurnar .

Georg Eiður Arnarson, 25.4.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband