Útreikningar Siglingamálastofnunar varðandi Landeyjahöfn rangir?

Eins og kemur fram í fyrirsögnini, þá hef ég oft sinnis velt því upp og spurt mig þeirrar spurningar, og svarað, hvort og þá hversvegna útreikningar Siglingamálastofnunnar séu rangir? Fjöl margir Eyjamenn hafa spurt mig að þessu, flestir reyndar tekið undir með mér, en sumir beðið mig um að útskýra mál mitt í grein. Hingað til hef ég nú ekki haft áhuga á að reyna það öðruvísi en að geta sýnt fram á og lagt fram gögn máli mínu til stuðnings, en ætla þó að reyna hér að taka fyrir 3 atriði þar sem ég útskýri sjónarmið þeirra á Siglingastofnun og hvers vegna það er rangt.

Fyrst aðeins af tíðarfarinu núna í apríl. Inni á Eyjafréttum er hægt að lesa svargrein Sigurðar Áss við fyrirspurn, þar sem Sigurður Áss bendir á það að tíðarfarið frá áramótum sé allt öðruvísi heldur en síðustu 7 árin, en ég hef einmitt svarað því þannig að miðað við mína reynslu, sem telur 24 ár, þá sé þetta alls ekki óvenjulegur vetur ef undanskilið er apríl, sem hefur verið óvenju leiðinlegur, en svo er aftur spurning, verðum við ekki að miða við versta mögulega tíðarfar?

Fyrsta atriði: Eitt af því sem ég hef gagnrýnt er sú fullyrðing að hér í Vestmannaeyjum sé ríkjandi vindátt suðvestanátt. Þessu er ég algjörlega ósammála, en hef þó reynt að útskýra þessa niðurstöðu Gísla Viggóssonar með því að sennilega hafi verið tekið inn í dæmið svokallaður sólfarsvindur á sumrin, en eins og allir vita, þá er það þannig að þegar mikið er um hægviðri þá vindar upp úr hádegi, ekki bara hér í Vestmannaeyjum heldur öllu landinu (hef líka séð þetta á Kanarí eyjum) úr sólarátt, sem í flestum tilvikum er þá suð-vestan átt, en í flestum tilvikum er þetta ekki mikill vindur og hefur að sjálfsögðu engin áhrif á Landeyjahöfn.

Ég hitti Gísla á máli og spurði hann út í austanáttina og fékk þetta svar: Það kemur svo sjaldan austanátt í Vestmanneyjum. Ég geri mér vel grein fyrir því að Gísli vissi ekkert við hvern hann var að tala eða hvaða þekkingu af vindáttum ég hef hér í Eyjum, en ef þeir á Siglingamálastofnun hefðu skoðað ríkjandi vindáttir í Eyjum, miðað við t.d. 15 eða 20 metra eða meira, þá hefði austanáttin verið algjörlega ríkjandi vindátt, eins og hún er,  t.d. sést það vel á öllum trjágróðri hér í Eyjum sem allur hallar í vestur. Einnig hefði verið nóg fyrir þá að lesa útgerðar og sjóslysasögu Vestmannaeyja, þar sem á fyrri hluta síðustu aldar, allur flotinn lenti í því í Eyjum ítrekað að þurfa að liggja í vari undir Hamri í austanáttum. Einnig eru sennilega milli 80-90% af öllum verstu sjóslysum í Eyjum í austanáttum, en einmitt út frá austanáttini gæti staðsetningin á Landeyjahöfn ekki verið verri. Ef höfnin hefði verið svona ca. 3-4 mílum vestar, hefði þessi vandræðagangur í austanáttinni og sandburðurinn aldrei orðið eins mikill og raun ber vitni.

Annað atrið: Hönnun hafnarinnar og staðsetning og vegna skjóls af Heimaey gerir það að verkum að skjól verði í höfninni í öllum vindáttum. Mér þótti þetta atriði afar furðulegt, en seinna var það útskýrt fyrir mér, að meiningin væri sú að úthafsaldan gengi aldrei inn í höfnina. Þetta þótti mér enn furðulegra og sá ég fyrir mér einhverskonar hafnarmannvirki, sem væri þá sennilega hringur með einhverju furðulegu hliði. Þegar ég hins vegar sá í fyrsta skipti teikningu af höfninni, þá sá ég strax að þetta var í raun og veru hrein vitleysa allt saman og eftir að hafa séð myndir af brotum í innsiglingunni og öldu sem gengur inn alla höfnina, þá verð ég að viðurkenna alveg eins og er, að ég hef ekki hugmynd um það, hvernig þeir hjá Siglingamálastofnun gátu komist að sinni niðurstöðu og meir að segja, hönnunin á mannvirkinu er svo slæm að þegar verst er þá brýtur á milli garða í innsiglingunni. Varðandi það að þarna yrði fært í allt að 3,6m ölduhæð, þá skrifaði ég einhvern tímann grein um það að auðvitað vonum við öll að þarna verði fært í 4-5 m ölduhæð. Staðreyndin er hins vegar sú, að Herjólfur hefur verið að hætta við í 3m ölduhæð og það leysum við ekki með minna skipi.

Þriðja atriði: Sandburðurinn. samkv. útreikningum Siglingamálastofnunnar þá þyrfti að moka úr höfninni til að byrja með, síðan myndi það minnka smátt og smátt og hverfa svo alveg, eins og gerst hafði t.d. í Þorlákshöfn og víðar. Munurinn er hins vegar sá, að bæði í Þorlákshöfn og öðrum stöðum sem nefndir hafa verið til sögunnar, þá er staðreyndin sú að þar er höfnin byggð á landi og hluti hafnarinnar fer út á sand, en í Landeyjahöfn er byggt á sandi og sandur allt í kring. Ég hef nú eins og aðrir Eyjamenn séð þessar töflur þeirra Siglingamálastofnunnar um sandburðinn, sem eru mjög óljósar og erfitt að skilja, en það er til mjög einföld leið til þess að reikna út hvað er að gerast í sandinum og það hvers vegna útreikningar Siglingamálastofnunnar eru alrangir.  Árið 1920 strandaði skúta í Landeyjasandi. Enn eru leifar af skútunni inni á sandinum og í vetur gerðu menn sér ferð þangað til þess að mæla vegalengdina niður í fjöru. Reyndist hún vera 430m, sem þýður að á 90 árum færist fjaran fram um ca. 4,5m á ári. Ekki er ég það klár að ég geti reiknað út hvað þarf mikinn sand til að þetta gerist, en augljóslega þarf ekki gos til og enn augljósara að nú, þegar höfn hefur verið byggð á þessum alversta stað, þá verður sandburður alltaf gríðarlegt vandamál á þessu svæð

Lokaorð:

Það fyrsta sem þarf að gera til þess að reyna að gera höfnina betri heldur en hún er, er að þeir hjá Siglingamálastofnun viðurkenni sín mistök, þá fyrst getum við haldið áfram. Annað atriði sem þarf að gera, það þarf að fara í þá þingmenn sem beittu sér fyrir því að þessi leið var farin (m.a. fyrrverandi samgönguráðherra, Kristján Möller) að alveg sama hvað þetta myndi kosta, þá yrði málið klárað. Það þarf að gera þessum ágætu þingmönnum grein fyrir því að til að byrja með, þá vantar okkur amk. 2-3 milljarða í viðbót til þess að lengja austari garðinn í hálfgerðum boga til þess að verja innsiglinguna fyrir austan og sunnan áttum og sandburði. Síðan, þegar reynsla verður komin á þetta, þá fyrst getum við tekið ákvörðun um hvernig næsta ferja á að vera, en ég tek það fram að ég er enn á þeirri skoðun að hún eigi að vera mun stærri heldur en núverandi ferja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Georg, fólkið sem kemur beint úr slorinu, það á að ráða, ekki þeir sem læra sem Páfagaukar,

allt sitt líf í skóla!

Aðalsteinn Agnarsson, 25.4.2011 kl. 21:26

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

En af hverju á að vera höfn þarna, yfirleitt ?

Steingrímur Helgason, 25.4.2011 kl. 21:30

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir það Aðalsteinn

Steingrímur, þetta var ein af þeim hugmyndum sem áttu að bæta samgöngur Eyjamanna , en að mínu mati sú versta og því miður hef ég rétt fyrir mér . kv .

Georg Eiður Arnarson, 25.4.2011 kl. 21:40

4 identicon

Tilraunalíkanið var sett upp í Danmörk...af öllum stöðum... þar sem mér vitanlega eru engin jökulfljót sem bera aur í milljóna tonna vís til sjávar.Og þaðan af síður eldfjöll sem dæla ösku yfir allt og alla.En úr því sem komið er væri best held ég að veita Markarfljóti yfir í Landeyjahöfn og láta það um að halda opinni rennu inn í höfnina,sjávarstraumarnir sjá svo um restina.

Manni (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, hvaða Manni er þetta sem skrifar hér að ofan! Þvílíkt bull hjá honum, með að líkanið hafi verið sett upp í Danmörku!!!!!!!!!!

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.5.2011 kl. 23:21

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi , ég veit ekki hver þetta er og er nokkuð sammála þér , en flestir vita að líkanið var sett upp í bænum og er þar enn eftir því sem ég best veit . kv .

Georg Eiður Arnarson, 3.5.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband