Opinber afsökunarbeiðni

Sl. miðvikudagskvöld, 18. mai, ákvað ég að mæta á opinn fund með þingmönnum Samfylkingarinnar í Alþýðuhúsinu. Á fundinum voru m.a. 2 þingmenn úr suðurkjördæmi, Róbert Marshall og Oddný Harðardóttir auk einnar þingkonu af höfuðborgarsvæðinu.

Fljótlega eftir að ég mætti tók ég eftir því að einn fundargesta var með framíköll og upphrópanir af ýmsum toga. Þessi fundargestur fór síðan upp í pontu eftir framsögur og sagði þetta svona nokkurn veginn: "Ég heiti Bergur Kristinsson og er formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum." Ég ætla ekki að hafa nánar eftir það sem Bergur sagði um þingmennina, enda ekki við hæfi að hafa slíkt orðbragð eftir, og til að kóróna orðbragð sitt þá var Bergur greinilega undir áhrifum áfengis og í úlpu sem var merkt Íþróttabandalag Vestmannaeyja. 

Ég ætla hér með að skora á Berg að biðjast opinberlega afsökunar á sinni hegðun á fundinum, eða ella að hann segi af sér sem formaður Verðanda, því að þó svo að við séum ekki sammála í mörgum atriðum því sem Ríkisstjórnin er að gera, þá spyr maður sig samt þeirrar spurningar: "Hversu mikið mark eiga þingmenn Ríkisstjórnarinnar að taka af athugasemdum okkar Eyjamanna eftir svona framkomu eins og hjá Bergi Kristinssyni."

Fyrir mitt leyti, og að ég tel, fyrir hönd allra Eyjamanna, þá ætla ég að byðja þessa ágætu þingmenn afsökunar, enda svona framkoma algjörlega óásættanleg.

Af fundinum sjálfum var kannski lítið hægt að segja, enda að hluta til búið að eyðileggja fundinn. Útgerðarmenn voru fjöl margir á fundinum og með margar fyrir spurnir um tilvonandi breytingar á kvótakerfinu, en þar sem ég hef ekki lesið frumvarpið þá get ég ekki tjáð mig um það, en mér þótti mjög undarleg hörð gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar strandveiðar, auk þess sem útgerðarmenn voru furðu harðir á því að verja frjálsa framsalið og hvers konar framtíðarsýn er það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér :)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband