9.2.2013 | 20:56
Hin raunverulegu fórnarlömb fíkniefna
Mikil umræða hefur verið um ákvörðun Vinnslustöðvarinnar um að segja upp 11 sjómönnum sem reyndust hafa neytt fíkniefna samkvæmt rannsókn.
Ég er sammála ákvörðun VSV og að mestu leiti bæjarstjórans okkar, en er þó mest sáttur við viðbrögð Sjómannasambandsins um að bjóða sjómönnunum aðstoð við að losna úr fjötrum fíkniefna. Vonandi verður það til þess að þeir fái aftur boð frá VSV um að snúa aftur til vinnu sinnar og mig langar að skora á yfirmenn VSV að taka nú tillit til þess, ef þessir sjómenn nái að bæta ráð sitt því það sem mér finnst hafa vantað töluvert i umræðuna er það, hver eru hin raunverulegu fórnarlömb í málinu?
Öll þekkjum við fólk og fjölskyldur sem lent hafa undir í baráttunni við fíkniefna vandann. Sjálfur þekki ég þetta úr minni eigin fjölskyldu og þó svo að ég hafi aldrei prufað nein fíkniefni og þekki því ekki áhrif þeirra, þá er fíkniefna vandinn eitt það stærsta vandamáli á Íslandi í dag og bara frábært ef allir Eyjamenn leggjast á eitt að takast á þessu vandamáli. Hugur minn er þó fyrst og fremst hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum í þessu máli þ.e.a.s. fjölskyldum þeirra og börnum, ekki bara það að missa fyrirvinnuna heldur hugsanlega að fá á sig einhverskonar stimpil sem erfitt er að losna við og því afar mikilvægt að þessum mönnum verði hjálpað með öllum tiltækum ráðum og ég ætla að skora á bæjaryfirvöld að passa sérstaklega upp á fjölskyldur þessara manna, þær eiga ekki að líða fyrir mistök þeirra.
Ég þekki nú lítið til þess hversu lítil eða mikil fíkniefnaneysla er hérna í Vestmannaeyjum, en mér er sagt að það sé töluvert.
Mig langar að enda þetta með smá áskorun á unga fólkið hér í bæ. Ég man eftir því þegar ég var ca. 16 ára gamall og sumir félagana voru farnir að fikta við að reykja hass (eða hvað sem þetta heitir) en fyrst í stað tókst mér á ýmsan hátt að koma mér undan því að taka þátt í þessu, en seinna meir þá tilkynnti ég einfaldlega mínum félögum og vinum að ég hefði einfaldlega tekið þá ákvörðun að prufa aldrei neitt, sem ég væri algjörlega handviss um að ég ætlaði mér ekki að nota í framtíðinni. Félagarnir tóku þessu bara vel og enn þann dag í dag fæ ég stundum að heyra þetta hjá sumum þeirra. Ákvörðunin um að neyta fíkniefna er eitthvað sem við verðum að taka ákvörðun um hver fyrir sig, það er hinsvegar ekkert mál að segja bara NEI.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott grein Georg ...
Níels A. Ársælsson., 9.2.2013 kl. 21:15
hvernig veistu að þessir einstaklingar séu í fjötrum fíkniefna?þú veist nákvæmlega ekkert um það,einungis lítill hluti þeirra sem neyta kanabis eru háðir því.Þar að auki er ekkert í þessum blóðprufum sem beinlínis sannar að þeir hafi neytt kanabis í vinnunni.Þetta hlítur að vera unnið mál fyrir dómstólum.Nú og ef þeir eru fastir í fjötrum fíkniefna,sem er sjúkdómur á Íslandi,að minnsta kosti á meginlandinu,hvernig geturu réttlætt að menn missi vinnuna vegna veikinda sinna,Ef þú veikist tímabundið,finnst þér rétt og eðlilegt að þér sé sagt upp á staðnum?kveðja úr 101.
Dodds (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.