Bakkafjara, fært í dag, en boðið upp á ókeypis sandblástur

Í dag skrifaði bæjarstjórinn okkar, að ef ófært væri í tilvonandi Bakkafjöruhöfn í meira en 3-7 daga á ári, þá væri Bakkafjöruhöfn ekki framtíðar valkostur okkar í samgöngumálum. Miðað við það sem ég hef séð í vetur (sem reyndar hefur verið óvenju harður) þá sýnist mér, að óhætt sé að reikna með, að ófært sé ca. eina viku á mánuði. Sem þýðir að öllum líkindum, að miðað við gott tíðarfar og slæmt tíðarfar, að ófært sé ca. 30-60 daga á ári. Ef einhver möguleiki er á að gera göng milli lands og Eyja, þá hljótum við að vilja klára þær rannsóknir, enda nokkuð ljóst að það væru að sjálfsögðu bestu samgöngubætur okkar Eyjamanna, og Íslendinga allra. Valkostur minn nr. 2 í samgöngumálum Vestmannaeyja er stærra og hraðskreiðara skip, eitthvað sem við þekkjum og treystum, eftir áratuga reynslu. En að sjálfsögðu mætti hugsa sér það skip þannig, að það væri þannig hannað, að það gæti nýst okkur líka í Bakkafjöruhöfn, ef hún verður einhverntímann að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Samgöngur milli lands og Eyja þarf að laga og maður skammast sín að vita til þess að slíkt skuli virkilega hafa þurft að vera í lamasessi slíkum sem raun ber vitni í svo langan tíma. Það mætti stundum halda að það byggju svona 200 manns í Eyjum miðað við áherslurnar, undanfarið í þessum efnum, og enginn þingmaður á Alþingi í ríkisstjórnarmeirihluta sem telur að nokkru máli skipti að hafa samgöngur í stærstu verstöð landsins góðar meðan boruð eru göng hér og þar svo aka þurfi ekki yfir fjöll.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband