Áskorun á sjávarútvegsráðherra Íslands.....

.......Sigurð Inga Jóhannsson.

Nú hefur það loksins verið staðfest af Hafró að makríllinn sé stærsti skaðvaldurinn og áhrifavaldurinn í því að varp fjölmargra fuglastofna á Íslandi hefur misfarist síðustu árin, m.a. lunda og kríu og þegar við horfum á þá staðreynd að makríllinn byrjaði fyrst fyrir sunnan lands og hefur síðan verið að færa sig vestur, og núna síðast norður fyrir land og einnig farinn að veiðast við Grænland, þá er nokkuð ljóst að makríllinn er stærsti skaðvaldurinn í sílastofni Íslands og alls ekki ólíklegt að hann muni einnig leggjast í át á seiðum annarra fiskistofna, að maður tali nú ekki um loðnuseiðin, með tilheyrandi tjóni fyrir okkur öll. Því skora ég hér með á sjávarútvegsráðherra að bæta nú verulega við aflaheimildir í makríl, enda er það að mínu mati það eina sem við getum gert til þess að sporna við uppgangi makrílsins og kannski svolítið skrítið að á sama tíma og fiskifræðingar mæla uþb. 1,5 mill. tonna í Íslensku lögsögunni, þá erum við aðeins að veiða liðlega 100 þús. tonn, en til samanburðar þá er veiðireglan varðandi loðnuna þannig að allt er veitt sem mælist umfram 400 þús. tonn. Ég sé líka í fréttum að núverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg Hansen, segir í fréttum í síðustu viku að norðmenn hyggist auka verulega aflaheimildir sínar í makríl, enda sé stofninn stórlega vanmetinn. 

Varðandi afstöðu Evrópusambandsins, þá er þetta í mínum huga afar einfalt. Makríllinn margfaldar þyngd sína í lögsögu okkar og er m.a.s. farinn að hrygna í henni og ef við viljum ekki horfa upp á hugsanlega varanlegt tjón í fjölmörgum fuglastofnum okkar, þá verðum við einfaldlega að auka veiðarnar.  Tek það fram að ég er hvorki starfandi við veiðar né vinslu á makríl .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þó ég sé enginn snillingur í sjávarútvegsfræðum þá tel ég að ú hafir rétt fyrir þér.Sigurður á að sjálfsögðu að fylgjast með og bregðast við.held það vanti fagkunnáttu í þetta ráðuneyti sem önnur.Að sjálfsögðu á að veiða meira ef það er hagstætt fyrir lífríkið í hafinu og viðheldur jafnvæginu.Það á við um makrílinn og eins um Hvalveiðar.Við eigum ekkert að hlusta á Evrópusambandið heldur fara okkar fram.Vera ekki síðri en Færeyingar.Þessi linkennd er bara leiðinleg.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.8.2013 kl. 07:46

2 identicon

Nú segja sjómenn að geysimiklar torfur séu enn í Steingrímsfyrði,en makrílinn hættur að taka krókana, hefur greinilega nógað borða, því er spurt því í óskupunum mega bátarnir ekki veiða makrílinn í net,og jafnvel í hringnót, gaman að sjáfarútvegsráðherran svari því.

Held að Lundastofninn í Eyjum væri ekki jafn illa farinn ef leyft hefði verið að veiða hann í net við Eyjar.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 14:58

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Tek undir með ykkur báðum , vonandi fer ráðherra að hlusta á sjómenn .

Georg Eiður Arnarson, 20.8.2013 kl. 10:50

4 identicon

Línuívilnun-"Símalína"úreldist.

Það er greinilega vandasamt, að gera út á línu við Íslandsstrendur og ekki fyrir hvern sem er.

Verð alveg að viðurkenna að það fór Hrollur um mig þegar ég las þessa frétt.

"Einnig er hægt að skrá sig úr og í höfn með smáforiti appi sem virkar fyrir spjaldtölfur og snjallsíma sem eru með Android-stýrikerfi, Reglugerð nr. 664/2010

Held að Nefndin um sparnað í Ríkisrekstri þurfi bæði að líta við hjá Fiskistofu og Sjáfarútvegsráðuneytinu.

Annað eins Bull hef ég ekki séð á prenti í mörg ár.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 15:12

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála þér en þetta er ekkert á miðað við allt sem er að gerast þessa dagana eins og til dæmis kvótasetning á fleiri tegundir og oftast er úthlutuninn bygð á stórfeldu svindli .

Georg Eiður Arnarson, 31.8.2013 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband