31.8.2013 | 22:42
Gleðilegt nýtt ár
1. sept. hefst nýtt kvótaár og má því segja að nú séu áramót hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Árið hjá mér hefur verið ágætt, tæplega 220 tonn upp úr sjó, sem er nokkuð minna en í fyrra, enda mun verra tíðarfar nú í sumar heldur en þá. Mér er þó efst í huga þær ákvarðanir sem nú þegar hafa litið ljós hjá nýrri ríkisstjórn í sjávarútvegsmálum. Fyrst þessi ákvörðun um að leyfa stækkun krókaaflamarks báta úr 15 tonnum í 30 og það gegn ályktun Landssambands smábátaeiganda og miklum meirihluta smábáta eiganda en fyrst og fremst til þess að fara að óskum þeirra ör fáu sem eiga mestu kvótana. Slagurinn um kvótann verður því mun erfiaðir fyrir okkur þessa litlu leiguliða í greininni, svo útlitið er nú ekki bjart. Einnig þessi kvótasetning á litla karfa, gullax og blálöngu, sem gerir enn erfiðara fyrir einhverja nýja að byrja í útgerð og nokkuð ljóst að þessi ákvörðun, eins og hin fyrri, er gerð að kröfu þeirra fáu sem hafa hvað mesta hagsmuni að verja gegn kröfu meirihlutans, en eins og svo oft áður er það peningavaldið sem ræður. Vonandi fá þessir flokkar vel borgað fyrir greiðann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg.
Það var ekki við neinu öðru að búast. Nú skal endanlega gengið á milli bols og höfuðs á andstæðingum kvótakerfisins. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar eru þó heiðarlegir að því leyti að ljúga engu um það hvað þeir ætlast fyrir.
Sökin liggur hjá Samfylkingunni og VG.
Níels A. Ársælsson., 1.9.2013 kl. 09:16
Nú hefur sjáfarútvegsráðherra lýst yfir að hann ætli á næstunni að kvótasetja Litla karfa-Gullax-Blálöngu,og að sjálfsögðu með frjálsu framsali.Þannig að daginn eftir að sjáfarútvegsráðherra skrifar undir þessa kvótsetningu, geta þær útgerðir sem fá kvótann selt hann frá sér fyrir hundruðir miljóna, því er spurt hvernig stenst frjálsa fransalið 72.gr. Stjórnarskrárinnar að selja eigur sem þjóðin á, fiskinn í sjónum,ég tel að hið frjálsa framsal standist ekki 72.gr. stjórnarskrárinnar"Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema fullt verð komi fyrir" held að dómstólar þurfi að taka á þessu sem fyrst,því næst ætlar sjáfarútvegsráðherra að kvótasetja makrílinn með frjálsu framsali, og nákvæmlega sama gildir um hann, nema þar eru miljarðar undir, og hægt er að úthluta veiðiheimildum (kvóta)án frjáls framsals.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 15:08
Nú er Sjáfarútvegsráðherann búin að kvótasetja Gulllax-Blálöngu- Litla Karfa,sem var utan kvóta, og búinn að úthluta nokkrum útgerðum þúsundir tonna af þessum tegundum,án endurgjalds, sem útgerðirnar geta nú selt frá sér fyrir hundruðir miljóna,að mínu mati og margra annara er hér um skílaust brot á 72.gr. stjórnarskrárinnar, eignaréttarákvæðinu. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.