24.4.2014 | 22:00
Gleðilegt sumar
Lundinn er að setjast upp í kvöld, sem þýðir að þar með er komið sumar hjá mér, en þetta er í fyrsta skiptið sem það hittir nákvæmlega á sumardaginn fyrsta, en í öll þessi ár sem ég hef fylgst með komu lundans, hefur hann aldrei komið svona seint en t.d. bæði í fyrra og hitt í fyrra kom hann 13. apríl, sem er reyndar í það fyrsta.
Hvernig sumarið verður hinsvegar er algjörlega óskrifað blað, en það sem við vitum er að sílis stofninn er hruninn og makríllinn mun, að öllum líkindum, koma og éta upp meirihlutann af annarri fæðu sem nýst gæti lundanum. Stofninn er hins vegar sterkur og ekki þarf mikið að breytast, til þess að stofninn nái að jafna sig, en ég er ekkert of bjartsýnn á það.
Í ár eru 4 ár síðan ég veiddi síðast lunda í Vestmannaeyjum og ég sagði það þá og stend við, að ég væri svolítið hræddur um það, að þar hefði ég veitt í síðasta skiptið í Eyjum. Að því sögðu, þá mun ég samt, eins og í fyrra, styðja við það að leyfðar verði veiðar í einhverja ör fáa daga, en á ekki von á því að ég nýti mér það sjálfur, frekar en í fyrra, en út frá hefðinni, þekkingunni og vísindasjónarmiði, væri ég til í það að leyfa einhverja daga, en ég hef tekið þá ákvörðun að veiða ekki lunda oftar í Vestmannaeyjum nema ég sé algjörlega sannfærður um það, að þar sé um ungfugl að ræða og m.a.s. væri ég alveg til í að opna á það, að skreppa einhvern tímann í kringum Þjóðhátíð með stór vini mínum, Erpi, í góðri vindátt á góðan stað og háfa og sleppa og kanna þá um leið, hvort einhver ungfugl væri á ferðinni. En vonandi verður mikið af lunda í sumar og mikið af pysju í haust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.