Róður á Blíðu=Afli=Aflaverðmæti-Leiga.

Það er Mánudagurinn 26 febr. Kl er rétt að slá 4 þegar ég sigli út höfnina í Vestmannaeyjum, stefnan er tekin suður fyrir eyjar, veðrið er ágætt, hægur vindur og sjólítið. . Um borð eru 12 bjóð(=420kr per bjóð). Eftir um klukkutíma stím byrja ég að leggja fyrstu bjóðin. Rétt fyrir kl 8 byrja ég að draga fyrstu bjóðin, veðrið helst gott og fiskiríið er ágætt. Um kl 17 er ég mættur í löndun, aflin er um 1700kg mest Langa, Keila og Þorskur. Aflaverðmætið úr þessum róðri losaði 210.000kr upp úr sjó. Leiga á þessum 1700kg kostaði mig 110.000kr, eftir standa 100.000kr, á ég þá eftir að borga oliu,beitningu og beitu, króka, tryggingar og annað sem fylgir því að vera í útgerð. Ég velti því stundum fyrir mér hvað ég myndi gera ef að ég ætti nægan kvóta, hvort myndi ég leigja frá mér kvótan eða veiða hann, hvort borgar betur? Reikni hver fyrir sig.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: valdi

Þá áttu eftir 70 þúsund,það er nú gott að hafa það á dag

valdi, 5.3.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

70,000, duga ekki lengi þegar tíðin er svona erfið,og raunar alls ekki þegar búið er að borga af bát og húsnæði.Kvótaeigandin hinsvegar  hefur það gott lepjandi bjór á Kanarí.

Georg Eiður Arnarson, 5.3.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ömurlegar aðstæður sem var algerlega aunauðsinlegt að stofna til á sínum tíma, kótakerfi á ekki heima í neinni mynd, hvorki hérlendis eða erlendis.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Við höfum haft núverandi kvótakerfi í 24 ár,kerfi sem átti að stuðla að uppbyggingu Þoskstofnsins,í dag erum við að veiða helmíngi minna af Þorsk enn við veiddum fyrir daga þessa kvótakerfis.Og nýlega lagði hafró til enn frekari niðurskurð á Þorskkvótanum.  Verði vilji hafró að veruleika er það dauðadómur yfir þá kvótalausu.

Georg Eiður Arnarson, 5.3.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvað var mikill þorskur í aflanum í þessum róðri ?

Níels A. Ársælsson., 5.3.2007 kl. 22:54

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

250 kg,slægt,meðalverð 240kr,leiga 160kr.Er í föstum viðskiftum,eða með hærra meðalverð enn var á markaðnum þannan dag.

Georg Eiður Arnarson, 5.3.2007 kl. 23:03

7 Smámynd: valdi

Ég var ekki að mæla leyjundunum bót.Ég hef þetta ekki á viku þótt ég vinni frá 7 til 7

valdi, 5.3.2007 kl. 23:12

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Valdi kanski ætturðu bara að fara í útgerð.'Eg komst 4 sinnum á sjó í febrúar.

Georg Eiður Arnarson, 5.3.2007 kl. 23:20

9 Smámynd: valdi

Þá hefur þú haft svipað og ég fyrir þessa 4 daga og ég hafði fyrir að puða allan mánuðinn

valdi, 6.3.2007 kl. 01:19

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Kvótakerfið er kolvitlaust, hefur alltaf verið.  Hann hefur leitt til þess að atvinna hefur færst úr byggðum og heimamenn hafa staðið eftir atvinnulausir, því eins og þú bentir á þá er fyrirhafnarminna og gjöfulla að leigja kvótann en að stunda sjóinn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 6.3.2007 kl. 07:44

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Valdi,það er ekki neitt leindarmáL AÐ LAUN VERKAFÓLKS ERU TIL SKAMMAR SVO ÉG SKIL ÞITT SJÓNARMIÐ MJÖG VEL. ENDA EINS OG ÞÚ VEIST ÞÁ ER ÉG ALINN UPP Í FRISTIHÚSAVINNU.AÐEINS UM ÞESSAR 70.000, EF ÞETTA VÆRI VIKU KAUPIÐ MITT ÞÁ ÞÆTTI ÞAÐ NÚ FREKAR LÉLEKT Á SJÓ. Í sÍÐUSTU VIKU BILAÐI RAFHLEÐSLUMÓTOR HJÁ MÉR OG KOSTAÐI MIG 40.000 AÐ ENDURNYJA,SVO Í SÍÐASTA RÓÐRI SPRAKK GLUSSALEIÐSLA OG KOSTAÐI ÞAÐ MIG UM 30.000 AÐ ENDURNYJA HANA SVO ÞÚ SÉRÐ AÐ 70.000 FÓRU FYRIR LÍTIÐ.SÁ EINI SEM GRÆDDI EINHVAÐ Á MINNI VINNU  SITUR ENN Á kANARÍ OG LEPUR BJÓR. 

Georg Eiður Arnarson, 6.3.2007 kl. 09:58

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Rétt hjá þér Ester svo maður tali nú ekki um alla kvótana sem eru að leggja sveitir landsins eiði.

Georg Eiður Arnarson, 6.3.2007 kl. 10:03

13 Smámynd: valdi

Sæll Goggi, Þú veist hver ég er við búum skammt frá hvor öðrum,ég mátti til að bauna aðeins á þig ha ha.Hver er að beyta hjá þér núna?Ég er staddur í Grindavík núna.Ég verð ekki netteingdur næsta mánuðin eftir þessa færslu.Ég er sammála þér í flestu.Núna þarf að jarða framsókn í Vor,ímyndaðu þér hvað þeir eru falskir núna rétt fyrir kosníngar,þeir líta á kjósendur sem FÍFL,þess vegna hlakkar mér til næstu skoðanakönnunar til að sjá hvort kjósendur séu þá bara FÍfl eftir allt saman,þeir eru það ef Framsókn vinnur á kv valdi

valdi, 6.3.2007 kl. 14:10

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Valdi,það er víst búið að hagræða beitningamannin í bili, enda tiðin erfið  sem og kvótakerfið= beiti sjálfur til að spara.Ég er allveg sammála þér með Framsókn, mundu bara að kjósa rétt,verðum í sambandi.kv Gea.

Georg Eiður Arnarson, 6.3.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband