Hvað kosta göng milli lands og eyja

Margir hafa furðað sig á því, hvernig sumir segja 20 milljarðar, meðan aðrir segja 70. Hér kemur mín skoðun. Ég tel, að hægt sé að bora göng fyrir 20 milljarða. Þurfi hins vegar að steypa og styrkja þau alla leið, þá kosti göng 40 milljarða. Með 70 milljarða tel ég hinsvegar, að verið sé að tala um  minni neyðargöng meðfram hinum. Þeir sem heitastir eru fyrir göngum telja, að það þurfi engin neyðargöng. Ekki ætla ég að leggja neitt mat á það, enda er ég einginn sérfræðingur. Í gær var haldinn fundur á vegum Ægisdyra,áhugafélags um göng milli lands og eyja. Á fundinum var kynnt  skýrsla Multiconsult um jarðfræðilegt  mat á göngum  til eyja. Skýrslan er greinilega vel unnin og ítarleg. Það kom reyndar fram á fundinum, að enn vantar 40 til 50 milljónir til að klára rannsóknir næst  eyjunni (innifalið í þeirri upphæð eru tilraunaboranir á Heimaey). Eftir lestur skýrslunar sýnist mér óhætt að reikna með því, að göng milli lands og Eyja muni kosta um 30 milljarða. En það er bara mín skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það þarf að veita fé í þessar rannsóknir sem fyrst, nauðsynlegt að bæta samgöngur til Vestmannaeyja

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.3.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það væri nú munur að geta farið á milli þegar manni ditti það í hug.

Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband