22.3.2007 | 09:27
útgerðin
Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa krókabátar leikt 3635 tonn af ýsu úr aflamarkskerfinu til sín. Á síðasta fiskveiðiári leigðu krókabátar samtals 5243 tonn af ýsu úr aflamarkskerfinu, sennilega verður lokastaðan svipuð núna. þorskveiðar hafa gengið verr en á síðasta ári samt hefur leiguverð á Þorski aldrei verið hærra = 190 kr kg í aflamarkskerfi.(Nýtt met). Meðalverð á smæðsta Þorskinum á fiskmörkuðum í gær var 187 kr kg .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú kaupum við bát með 100 tonna óveiddum kvóta =200 millj + bátur 15 millj = 215 millj Svo höldum við til veiða. Rekstur: 2.000.000 Tryggingar, olía og lögbundin gjöld 1.000.000 Almennt viðhald á bát 1.500.000 Markaðs-uppboðs og löndunargjöld 4.500.000 Laun fyrir 1 mann 900.000 Launatengd gjöld 1.000.000 Afskriftir á bát 3.000.000 Kostnaður við línubeitningu (Miðað við 100kg á bala x 1000 balar x 3.000 kr/balinn) Samtals kostnaður = 14.900.000 (hér er allt reiknað mjög lágt – ekkert má bila og ekki eru launin há) Samtals fisksala = 20.000.000 (ath þetta er nokkuð hátt meðalverð) Upp í vexti og afborganir eru því 5.100.000 kr Ef 2 menn eru um borð eru ekkert eftir. Ótrúlegt reyndar að löggjafinn skuli leyfa einum manni að vera um borð í línuskipi. Ef ég set 215 milljónir inn á S-24 (unglingabanki á vegum SPRON) þá fæ ég 14,55% vexti sem gera 31.282.500 – Hvað myndir þú gera? Kveðja, Sigrjón grunlaus um hvernig menn reikna það út að þetta geti borgað sig.
Sigurjón Þórðarson, 22.3.2007 kl. 09:48
Sammála þér sigurjón, smá leiðrétting, tonn af krókaþorski óveitt kostar í dag 2470,ooo. Í aflamarkskerfinu 2800,ooo , hver hefði trúað þessu ruggli. þessi verð var ég að fá hjá Bát og Búnað.
Georg Eiður Arnarson, 22.3.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.