Bakkafjara ófært í 20 skiftið á þessu ári

Dupplið er reyndar sennilega í breitingum hjá íhaldinu. Kanski það verði hætt að mæla öldur yfir 3,7 metra þegar og ef það fer að virka aftur, upp eru komnar áhveðnar samsæriskenningar um ástæðu þess að íhaldið sækji svo fast að fá Bakkafjöruhöfn, meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Afhverju er ekki hægt að nota höfnina í Þorlákshöfn?  Skil ekki afhverju það er ekki hægt að bæta höfnina þar frekar en að byggja höfn fyrir opnu hafi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þorlákshöfn er fyrir opnu hafi þar eru hins vegar eingin hættuleg rif fyrir utan eins og í Bakkafjöru . Það tekur 2t 45 mínotur að sigla með Herjólfi, siglingin til Bakkafjöru tekur aðeins 30 míotur, gallin er sá að þar er bara svo oft ófært. Þeir sem ráða vilja minna skip sem hentar fyrir Bakkafjöruhöfn, skip sem síðan er ættlast til að við förum á til Þorlákshafnar þegar ófært er í Bakkafjöru. Ég vill stærra og gangmeira skip sem getur farið til  Þorláshafnar á 2 tímum og að skipið sé þannig hannað að það komist líka inn til Bakkafjöruhafnar ef hún reinist nothæf , um það efast margir sjómenn í eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég á sjaldan leið til Eyja, en finnst að göng væri framtíðarlausn á samgönguvanda Vestmanneyjinga og samhliða því tvö eða þreföldun suðurlandsvegar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Ester. Best væri fyrir sunnlendinga ef næsti samgönguráðherra kæmi úr suðurkjördæmi.

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BLÁA HÖNDIN!....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Kannski sé ég þetta ekki undir réttum forsendum, en mér finnst, eins og flestum sjómönnum sem ég hef heyrt í og ennþá frekar mönnum sem eru uppaldir þarna austur á Söndunum að þessi hafnarhugmynd í Bakkafjöru sé ekki góð og hugsanlega afleit og í því ljósi finnst mér að menn eigi að einhenda sér í að fá stærra og öflugra skip til siglinga upp í Þorlákshöfn og stytta þá siglingu, eins og Georg segir, niður fyrir 2 tíma við góðar aðstæður.

Það gefur okkur kannski 2 og hálfan tíma + til Reykjavíkur úr Eyjum og ég segi fyrir mig, að heldur vildi ég sitja við góðar aðstæður um borð í góðu skipi en að taka þátt í þessari rúllettu sem akstur á þjóðvegum á Suðurlandi er orðinn, því það ætti auðvitað eftir að keyra (jafnvel í sandstormi uppúr fjörunni) í 1 og hálfan tíma til Reykjavíkur þangað sem flestir eru að fara, (og koma) samtals kannski hátt í tveir tímar og hver er ávinningurinn þá.....

Síðan gefur framtíðin okkur svör við gangnamálinu, en það er klárlega ekki á næstunni og ekki hægt að fresta endurnyjun þangað til. Nei enn og aftur, nýja ferju og það ekki seinna en strax, gerum ekki pólitíkusum til geðs að vera að dreifa kröftunum í að rífast um þess þrjá möguleika, það verður eins og með brúna yfir Ölfusá við Óseyrarnes, fyrsta frumvarpið um hana var flutt að mig minnir 1951 og svo var rifist um brú eða hafnir á EYRARBAKKA OG STOKKSEYRI í 30-40 ár og brúin kom ekki fyrr en 1988 og þá var orðið of seint að bjarga útgerð frá plássunum, þau voru dáin, ekki viljum við sjá það í Eyjum......?

Baráttukveðjur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gleymdi að svara Ester, það er ekkert núna sem þarf að laga í nýrri höfn í Þorlákshöfn, nema aðstöðu fyrir nýja ferju.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hafsteinn, þakka fyrir þína athugasemd ,er henni algerlega sammála. Aðeinns meira um Bakkafjöru, ég hef nokrum sinnum flogið með Bakkaflugi (sem legst af verði gerð höfn þarna) Það tekur lámark 1 og hálfan til 2 tíma að keira í bæinn frá bakkavelli miðað við góða færð,ég hef líka farið í hálku og verið 2 og hálfan tíma í bæinn.Fyrir fólk sem er ekki á bíl má reikna með að rútuferð kosti lágmark 3000 kr aðra leið og er þá ekki tekið inn í dæmið ef skindilega er orðið ófært. Miðað við mína reinslu eftir 20 ár á sjó við eyjar, þá tekur ekki nema örfáar mínotur að verða ófært,þetta er ekki boðlegt. Fólk mun ekki fara oft fíluferð niður í fjöru.

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 20:47

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hugsa Georg að það séu þó nokkur hópur inná þessari hugsun í málinu, það heyrist bara aldrei í þeim fyrir hávaðanum í hinum.....sem engu fá samt áorkað, öðru en að drepa málinu á dreif, nú á fólk og þá sérstaklega í Eyjum að tala einni röddu og þá verða þessir andskotar að hlusta....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 21:22

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vandamálið er sami flokkur í ríkisstjórn og bæjarstjórn. Sammgönguráðherra  er búinn að lofa allt að 6 miljörðum í Bakkafjöru eða ekkjert, erfitt mál.

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 21:34

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann er vissulega vandamál sá piltur og verður, hvar sem hann verður.......með öll sín andskotans loforð...hann er núna kominn með Suðurstrandarveginn til 2018 held ég að ég hafi séð einhversstaðar og það er mikið afrek í lygum og svikum að taka hátt í 20 ár í það mál, en hefur að sjálfsögðu notið diggrar aðstoðar þingmanna kjördæmisins, gæti maður haldið...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband