26.3.2007 | 21:43
Blíða ve 263
Var að koma í land með 1200 kg af blönduðum fiski, veðrið í dag var ágætt enn svolítið þungur sjór eftir miklar brælur að undanförnu. Sennilega er ófært í Bakkafjöru en ölduduflið hefur ekki virkað í 8 daga. Fyrsti maðurinn sem ég hitti á bryggjunni er eigandi að kvótalausum netabát. Hann sagði mér að hann hefði ákveðið að róa ekki enda leiga á Þorski kominn í 200 kr kg og að hann gæti alveg eins verið heima hjá sér kauplaus eins og kauplaus úti á sjó. Frá því að núverandi ríkisstjórn leifði frjálst framsal á aflaheimildum, þá hefur fólki fækkað stöðugt í öllum minni bæjarfélögum í þessu landi okkar.Kvótakerfið hefur brugðist okkur, ríkisstjórnin hefur brugðist okkur, ætlum við svo að bregðast okkur sjálfum með því að kjósa óbreitt ástand, ég segji nei og það vita allir hvað ég kís. Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að það veiðist vel, en hvað ætlar þú að kjósa?
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.3.2007 kl. 23:00
xf
Georg Eiður Arnarson, 28.3.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.