7.4.2007 | 11:47
Systir mín sendi mér þennan
Ung,ljóshærð falleg snót stóð á hafnarbakkanum. Hún var niðurdregin og hrygg og hugðist binda enda á líf sitt með því að stökkva í höfnina Þar sem hún er um það bil að lyfta öðrum fætinum fram af bryggjukantinum kemur til hennar ungur sjómaður og spyr hana hvers vegna hún sé að gráta. Hún segir honum eins og er að hún ætli að fyrirfara sér. Sjómanninum unga þykir það mikil synd að svona ung og falleg stúlka skuli ætla að taka sitt eigið líf og reynir að sannfæra hana um að hún hafi mikið að lifa fyrir. " Veistu....skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. " Hann færir sig nær stúlkunni, tekur utan um hana og hvíslar "Ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" segir stúlkan "hverju hef ég svosem að tapa? " Um nóttina laumar hann henni um borð í skipið og felur hana í einum björgunarbátnum. Reglulega kemur hann svo og færir henni mat og drykk og í hvert skipti elskast þau heitt og innilega. Rúmum þremur vikum síðar er skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð um skipið þegar hann verður var við hreyfingu í einum björgunarbátnum. Hann lyftir varlega upp plastinu sem hylur bátinn og bregður aldeilis í brún þegar hann sér unga,ljóshærða stúlku í felum í bátnum. Hann spyr hana hvað hún sé eiginlega að gera þarna og segir hún eins og er að ungi sjómaðurinn hafi ætlað að lauma henni til Ameríku. Þá segir skipstjórinn : "Þú hefur laglega látið plata þig núna vina mín.....þú ert stödd um borð í Herjólfi !!!!!!!" |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hahahahaha, voða fyndið !
Níels A. Ársælsson., 7.4.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.