9.4.2007 | 23:24
37. landsfundur sjálfstæðisflokksins
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur skilað þjóðinni miklum ávinningi. Aflamarkskerfi með framseljanlegum heimildum hefur leyst úr læðingi kraft og frumkvæði íslenskrar útgerðar og fiskverkenda. Kerfið byggist á þeirri grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að frelsi einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum. Þannig hefur verið horfið frá stefnu ríkisforsjár og hafta. Landsfundurinn telur að festa eigi aflamarkskerfið enn betur í sessi og minnka pólitíska óvissu sem fælir aðila út úr greininni og gerir hana síður samkeppnishæfa um fjármagn. Ég trúi því ekki að þetta fólk sem samdi þetta starfi við sjávarútveg á þessu landi okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er nefnilega alveg magnaður texti sjáðu til... það skilja hann bara ekki allir. Þar sem stendur: "Þannig hefur verið horfið frá stefnu ríkisforsjár og hafta." Á sjálfstæðisflokkurinn líklega við þegar fiskveiðar voru frjálsar hér við land... fyrir tíma kvótakerfisins og þegar ríkið útvegaði velunnurum flokksins og kaupfélagsútgerðum um land all togara á silfurfati. Kv. floyde
Atli Hermannsson., 9.4.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.