11.4.2007 | 22:13
Innflytjendamál
Á blaðsíðu 21 í Fréttablaðinu í dag skrifar Lýður Árnason læknir um málefni innflytjenda. Mig langar að þakka Lýð fyrir þessa grein enda er ég henni alveg sammála. Ég held að andstæðinngar Frjálslynda Flokksins ættu að taka sér Lýð til fyrirmindar og ræða þessi mál án fordóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Georg, ég er sammála þér þessi grein er afar vel skrifuð og segir það sem að segja þarf.
Það er nú einhvernvegin þannig að ef fólk er ákveðið í því að vera ósammála, þá er engin skynsemi með í ráðum. Það er bara hægt að vona að almenningur átti sig á stöðunni. Í Kastljósi í gærkveldi frá Selfossi, voru nær allir sammála um að taka vel á móti innflytjendum, á hverju strandar þetta þá?
Það er komin tími til að heyra frá ráðamönnunum hvað verið er að gera fyrir "þetta fólk" eins og Geir kallaði það í kastljósinu í gær. Það eru mörg atriði sem almenningur hefði gott af því að fá upplýst. Það má til dæmis nefna : Hvernig bregðast skólavöld við nýjum innflytjendum í skólanum. Fylgja þeim peningar inn í skólann. Hvernig er staðið að íslenskukennslu fyrir til dæmis þá sem að starfa á öldrunarheimilum og sjúkrahúsum'
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.4.2007 kl. 22:47
Já mjög skrítið að fólk sem er í framboði vilji ekki ræða framtíðinna og hvernig við getum hjálpað hinum nýju Íslendinngum að aðlagast.
Georg Eiður Arnarson, 11.4.2007 kl. 23:41
Já þessi fundur á Selfossi var merkilegur hvað varðar málefni innflytenda, vegna þess að nú eru allir stjórnmálaleiðtogar sammála Frjálslynda flokknum að taka verði vel á móti því fólki sem til okkar vill koma og er það vel.Vonandi tekur ríkisstjórnin við sér og bíður upp á mannsæmandi húsnæði og rétta launataxta fyrir þá sem ókunnugir eru og þekkja ekki sín réttindi hér okkur er ekki sómi af neinu ÖÐRU.
hanna birna jóhannsóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.