Ráðstefna um Lundann

Í Vestmannaeyjum var í dag haldinn ráðstefna um áhyggjur eyjamanna vegna mishepnaðs varps Lundanns síðast liðinn 2 ár. Fundurinn fór vel framm og var góð mæting, meðal annars fjallaði Einar Sveinbjörnsson um hlynun loftlags og hugsanleg áhrif þess á Lundann og aðal fæðu Lundanns (Síli)  Valur Bogason(frá Hafró ) fjallaði um rannsóknir á Sandsíli og kom þar helst framm hversu lítið við vitum í raun og veru. Margir aðrir sérfræðinngar tóku til máls enn merkilegast þótti mér ræðan hjá Erpi Snæ Hansen. Fjallaði Erpur um stofn stærð Lundanns í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa stundað rannsóknir í eyjum um 10 ára skeið ásamt fleirum þá fann hann út að í Vestmannaeyjum væru um 1200000 Lundaholur. Mælti Erpur sérstaklega með því að farið væri varlega í allar breitingar varðandi Lunda veiði tímann. Niðurstaða fundarinns að mínu mati er að ef varp Lundanns brext líka í sumar þá gæti farið svo að í framtíðinni leggist Lundaveiði af. Það eru forréttinndi að geta farið til fjalla og veitt Lunda vonandi nær stofninn sér í sumar. Meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Samhvæmt mælingum sem Einar Sveinbjörnsson lagði framm þá er hitastigið sama nú og 1930.

Georg Eiður Arnarson, 11.4.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já þabbara svoleiðis, er Lundavarpið búið að vera á niðurleið 2 ár eða meir. Ekki trúi ég öðru varðandi Sandsílið annað en að hvalurinn eigi ansi stóran þátt í þeim samdrætti. En mikið askoti hefur kallin verið duglegur að telja, segðu mér varðandi þennan fjölda hola, verða holur ínýtar? það er að segja, verða ekki stór hluti af þessum holum ónýttar td. í sumar? hvað reikni þið sérfræðingarnir með að það verpi margir Lundar í ár?

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 07:50

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ekki er ég maður til að reikna þetta en ef ég skildi Erp rétt þá er holu fjöldinn fundinn út með þvi að reikna út holu fjölda sinnum fermetra með því að telja á nokkrum svæðum. Varp Lundans fer eftir því hvort að ætið sé nóg og mörg dæmi um að fuglar hætti við að verpa. Margir vilja meina að ætis leisið sé vegna kvótakerfisinns?

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 08:35

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jú jú, það segir sig sjálft með holureininginn. Ég held nú að það sé nú svolítið langt teigt sig að kenna því um þótt alslæmt sé, en auvitað er hægt að tengja það á "einhvern" hátt við, td, viðistjórnun á hval, of stórir stofnar af einhverjum fiskistofni, td, þorski osfrv.

Allavega vona ég að þetta bregðist ykkur ekki í ár.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 09:29

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Svo er bara að mæta á næstu þjóðhátíð og fá sér reiktan Lunda.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 09:45

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ef lundinn verður friðaður þá ferðu bara á fjöll og týnir grös!

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:28

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eða einfaldlega horfi út um bláinn og hugsa ekki neitt.

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband