14.4.2007 | 09:38
Bakkafjara ófært =3,7 metrar
Ég, Grétar Mar og Hanna Birna fórum inn í verslunina Skýlið í gærkvöldi og lentum þar á spjalli við mann, sem hafði unnið við að leggja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja úr Bakkafjöru. Að hans sögn, þá þurftu þeir altaf að hverfa frá vinnu í fjöruni þegar ölduhæðin var komin í 2 metra eða meira. Einnig hafði hann verið þarna á netabát á árum áður og lent í því að vegna straumþungans við fjöruna, hefðu netin hjá þeim farið af stað og rekið alt að 4-5 mílur. Er þetta í samræmi við mína reynslu af veiðum við fjöruna. Það skal tekið fram, að Siglingamálastofnun sá ekki ástæðu til að straummæla við fjöruna. Samkvæmt því sem þessi maður sagði, þá sýndu mælingar á sanddýptini að það væri á milli 16 og 20 metrar niður á malarbotn og væri sandurinn á sífelldri hreyfingu. Það skal líka tekið fram, að Siglingamálastofnun sá ekki ástæðu til að GPS mæla hreyfingar sandsins. Við þurfum stærra gangmeira skip strax, og peninga til að klára mælingar vegna hugsanlegra ganga milli lands og eyja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Grétar Mar? Hinn eini sanni? Bið voða vel að heilsa honum ef þið skilduð labba samsíða innan skamms á spjalli. Hann fær ellefu af tíu mögulegum samkv. minni einkunnagjöf!
Gull af manni.
Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 01:24
Takk, skila því.
Georg Eiður Arnarson, 15.4.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.