16.4.2007 | 18:17
Samúðarkveðja
Síðla dags miðvikudaginn 11. apríl sl. var farið að óttast um Ritu NS-13, sem hélt til grásleppuveiða þá um morguninn frá Vopnafirði. Leit var strax hafin og fannst báturinn mannlaus.
Morguninn eftir fannst skipstjóri og eigandi bátsins látinn. Hann var einn um borð. Ekki er vitað hvað olli þessum hörmulega atburði.
Hinn látni hét Guðmundur Ragnarsson, mörgum þekktur sem Muggur.
Guðmundur hafði stundað smábátaútgerð um árabil frá Vopnafirði en hin síðari ár eingöngu stundað grásleppuveiðar.
Morguninn eftir fannst skipstjóri og eigandi bátsins látinn. Hann var einn um borð. Ekki er vitað hvað olli þessum hörmulega atburði.
Hinn látni hét Guðmundur Ragnarsson, mörgum þekktur sem Muggur.
Guðmundur hafði stundað smábátaútgerð um árabil frá Vopnafirði en hin síðari ár eingöngu stundað grásleppuveiðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir samúðarkveðju þín til aðstandenda Georg.
Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.