24.4.2007 | 21:45
Bakkafjara ófært =4,7 metrar
Samhvæmt mælingum siglingamálastofnunar síðast liðinn ár þá er ófært í Bakkafjöru síni ölduduflð 3,7 metra eða meira ( sjómenn vilja frekar miða við 3m en þá er bara of oft ófært). Það sem er hinsvegar merkilegt er að samhvæmt mælingum siglingamálastofnunar þá er aldrei ófært frá og með Mai og til og með Ágúst. Þannig að eftir viku þá munu líða 4 mánuðir þar sem ölduhæðinn í Bakkafjöru mun aldrei fara yfir 3,7 metra. Trúir einhver þessari vitleisu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegt dæmi.... slæmt að þið Eyjamenn skulu ekki vera með vængi eins og lundinn.
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2007 kl. 21:49
Kanski vantar okkur barakonu sem getur bruggað seið úr fjalla grösum og galdrað okkur yfir með galdra þulu.
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2007 kl. 22:07
Nei Georg og það sem meira er að eins og veður eru búinn að vera í vetur er ég annsi hræddur um að Bakkafjara væri búinn að vera ófær oft í vetur, og svo er verið að kafta um það að þeir( ríkið eða auðvaldið ) vilji byggja stórskipahöfn þarna og þá getum við farið í það að byggja fleiri elliheimili í Vestmannaeyjum!.
Helgi Þór Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 22:49
Sæll Helgi, ég hef reint að telja þá daga sem ölduduflið hefur sínt 3,7 metra eða meira frá áramótum og samhvæmt minni talningu eru komnir 26 til 27 dagar. Elliði bæjarstjóri skrifaði að ef ófært væri oftar en 6 til 7 daga á ári þá væri Bakkafjara ekki valkostur. Arnar Sigurmundson sagði mér að komi stórskipahöfn þarna þá sé það bara gott því að það sé búið að trigja það að eyjamenn muni eiga 60% í henni. Þarna er að mínu mati kominn aðal ástæðan fyrir því hvað íhaldið sækir fast að fá Bakkafjöruhöfn.
Georg Eiður Arnarson, 26.4.2007 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.