28.4.2007 | 13:54
Það er flugveður en samt ekki
Það er sól og blíða í eyjum en svolítið hvöss austanátt. Bakkaflug er í gangi en þegar ég fór að athuga með vöru sem ég átti von á með flugi úr Reykjavík þá var mér sagt að það væri bara ein ferð á laugardögum og sú vél væri bæði kominn og farinn. Þetta er að mínu mati frekar léleg þjónusta vægast sagt enda var ófært bæði í gær og fyrradag og hver veit hvað verður á morgunn. Okkur var sagt að með samningi ríkisins við flugfélag Islands yrðu flugsamgöngur við eyjar stórbættar. Kanski var það bara kostningaloforð sem rann aðeins of snemma út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hefur þér dottið í hug að íhaldið standi við loforð sín
Ólafur Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 19:29
Nei Óli, og það er mikill feluleikur í gangi hjá íhaldinu þessa dagana.
Georg Eiður Arnarson, 28.4.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.