Bakkafjara

Í sýðustu viku hitti ég mann á gangi niður við höfn. Hafði hann verið á ferðalagi ( hjólandi ) eftir suðurlandsvegi. Hafði hann freistast til að skreppa til eyja með Bakkaflugi en þegar hann ætlaði að fljúga til baka þann sama dag var orðið ófært. Neiddist hann því til að fara með Herjólfi daginn eftir enda ekkjert útlit fyrir flug. Þennan sama dag var ófært í Bakkafjöru og maður veltir því fyrir sér að ef fjöldi fólks hefði komið með Bakkaferju daginn áður og ætlað að vera eina nótt mindi þetta fólk koma aftur eða hvað? Við eyjamenn þekkjum Herjólf við vitum að við getum treist honum eftir 30 ára reinslu okkur vantar nýtt stærra skip sem getur gengið aðeins hraðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Já það er spurning.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nýr Herjólfur strax.  Ekki spurning um hvort eða hvenær.  Einfaldlega STRAX.

Jakob Falur Kristinsson, 28.4.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála

Ólafur Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 19:27

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það þarf að herja á með stærri Herjólf.  Stærri ferju og svo væri fínt að fá göng á milli lands og Eyja.

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.4.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Bara ef Ester væri á þingi þá væri málið leist.

Georg Eiður Arnarson, 29.4.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband