Vestmannaeyjar í dag

Í dag áhvað ég að heimsækja einn af mínum uppáhalds stað í eyjum Heimaklett. Lagði ég af stað upp fjallið um kl 16,00, ferðinn gekk vel og var ég kominn upp á topp um kl 16,30. Heimaklettur er um 290 metrar á hæð, veðrið var ágætt ca 20 metra vindstirkur og skyggni ca 50 metrar á toppnum. Það fylgir því mikil ánægja að vera kominn upp og persónulega fynnst mér fátt betra en setjast niður uppi á fjalli loka augunum og hlusta. Það fyrsta sem heyrist er vindurinn og síðan bætist við garg þúsundir fugla sem eru í óða önn við hreyðurgerð. Eftir að hafa setið í dágóða stund fór ég og skrifaði í gestabókina sem er uppi  á topp Heimakletts, og lagði síðann af stað niður enn fór samt aðra leið niður eða austan meginn og gekk síðann til baka eftir miðjum klettinum. Þannig gat ég kannað með Lundabigðinna austur í Heimaklett. Mér til mikillar ánægju sá ég þó nokkuð af Lunda eða þó nokkur hundruð. Þegar niður var komið þá var kl að verða 18,30 endurnærður á likama og sál gekk ég að bílnum og ók af stað heim. Það eru bráðum liðinn 30 ár sýðann ég fór mína fyrstu ferð upp á klett og fer ég sennilega á milli 20 og 30 sinnum á hverju ári.  Í lok hvers sumars þegar ég kem niður úr sýðustu ferð þess árs þá hef ég oft óskað mér þess að vonandi fái ég að koma aftur á næsta ári. Eftir því sem þrengir meir að kvótalitlum útgerðum eins og hjá mér þá minka líkurnar á því að ég geti lifað hér í eyjum áfram. Meðal annars þess vegna ætla ég að setja X við F. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta eru hinar bestu líkamsæfingar hjá þér Georg, það hefur verið háfgert rok þarna uppi, sem náttúrulega hefur ekki bitð baun á harðjaxlinn og sjóarann.

Eigðu góðar stundir.

Sigfús Sigurþórsson., 2.5.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk Sigþór,þú kemur bara með næst.

Georg Eiður Arnarson, 2.5.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég meinti Sigfús.

Georg Eiður Arnarson, 2.5.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband