4.5.2007 | 21:39
Ekki góð þróun
Þrjú fyrirtæki ráða yfir tæpum helmingi veiðiheimilda í karfa og grálúðu
Birtur hefur verið listi yfir kvótastöðu 100 stærstu útgerðanna. HB Grandi ber ægishjálm yfir aðrar útgerðir í þorskígildum talið og er einnig hæstur í ýsu, ufsa, karfa og loðnu eða helmingi þeirra 8 tegunda sem lúta ákvæðum um hámarkseign. Samherji hf er með hæstu hlutdeild í þorski og síld, Brim hf í grálúðu og Vísir hf í úthafsrækju.
Þau þrjú fyrirtæki sem eiga mesta hlutdeild í einstaka tegundum eru:
Þorskígildi:
HB Grandi 11,67%, Samherji hf 7,39% og Brim hf 5,74%. ...Samtals 24,8%.
Þorskur:
Samherji hf 6,85%, Brim hf 6,70% og Vísir hf 5,14%. ...Samtals 19,42%.
Ýsa:
HB Grandi 6,60%, Brim hf 6,01% og Vísir hf 5,87%. ...Samtals 18,48%.
Ufsi:
HB Grandi 17,56%, Þorbjörn hf 6,54% og Brim hf 5,87%. ...Samtals 29.97%.
Karfi:
HB Grandi 31,95%, Samherji 8,21% og Brim hf 8,10%. ...Samtals 48,26%.
Grálúða:
Brim hf 20,74%, Samherji 13,39% og HB Grandi 13,17%. ...Samtals 47,3%.
Síld:
Samherji hf, Síldarvinnslan hf og Skinney-Þinganes hf með 13,31% hvert. ...Samtals 39,93%.
Loðna:
HB Grandi 18,68%, Ísfélag Vestmannaeyja hf 15,47% og Síldarvinnslan hf 10,48%. ...Samanlagt 44,63%.
Úthafsrækja:
Vísir hf 15,01%, Rammi hf 12,72% og Samherji 12,67%. ...Samanlagt 40,4%.
Samkvæmt 13. gr. laga um stjórn fiskveiða má einstakt fyrirtæki ekki eiga meira en 12% af heildarverðmæti (þorskígildi) aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um heildarafla. Í þorski er hámarkið 12%, ýsu, ufsa, grálúðu, síld, loðnu og úthafsrækju 20% og í karfa er hámarkið 35%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.