4.5.2007 | 22:29
Hvað á að kjósa (XF)
Góður vinur minn sagði við mig ég verð að kjósa íhaldið. ég spurði hann hvers vegna og hann sagði mér að hann hefði nýlega tekið á lán hjá ( peningastofnun ) á ágætum kjörum, en stuttu seinna fór þessi (peningastofnun ) að bjóða enn betri kjör. Eftir að hafa óskað eftir að fá hin nýju kjör og verið hafnað þá fór hann í vin sinn sem er í stjórn þessarar ( peningastofnunar) og í framboði fyrir íhaldið þá var málinu snarlega reddað. Svo þú sérð sagði hann það borgar sig að vera innundir hjá íhaldinu. Mitt svar var einfalt, ég er ekki til sölu hvorki ég né mitt athvæði aðrir verða að svara fyrir sig.XF.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það eru örugglega mörg svona dæmi til, en ég er ekki til sölu
Hallgrímur Óli Helgason, 4.5.2007 kl. 22:33
Nei ég er heldur ekki til sölu. Og held ekki einu sinni kjafti. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 22:45
Svo vilja sumir meina að það sé enginn spilling í landinu, Goggi það er orðið þannig að fólkið eru þrælar kerfisins sem er auðvita arfavitlaust.
Helgi Þór Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.