5.5.2007 | 21:38
Semsé 90 % líkur að það komi ekki eldgos næstu 50 árinn
2, 05. maí. 2007 19:08
Hætta á eldgosum á Reykjanesi kallar á varaflugvöll sunnanlands
Flugvallarnefnd telur að ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þurfi samhliða að byggja upp nýjan varaflugvöll á Bakka í Landeyjum, meðal annars vegna hættu á eldgosum á Reykjanesskaga. Allt að tíu prósenta líkur eru taldar á eldgosi þar á næstu fimmtíu árum. Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur skilar einna mestum þjóðhagslegum ábata, að mati flugvallarnefndar. Nefndin telur hlutverk Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar fyrir Keflavík þó það mikilvægt að byggja verði upp nýjan varaflugvöll á suðvesturhorninu, verði Vatnsmýrin tekin undir annað, þar sem varaflugvöllur í Reykjavík spari töluvert fé fyrir flugrekstur og hafi auk þess mikla þýðingu fyrir öryggi flugsamgangna. Einnig þurfi að hafa í huga mögulega náttúruvá. Fékk flugvallarnefnd því Íslenskar orkurannsóknir til að meta líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Niðurstaðan var að líkur á eldgosi þar á næstu 50 árum geti verið allt að tíu prósent. Ekki er talið ljóst hvaða áhrif eldgos hefði á. Hætta á að hraunrennsli teppi vegasamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur er ekki talin mikil. Hins vegar geti öskugos á Reykjanesi haft truflandi áhrif á flug. Með hliðsjón af þessu reiknar flugvallarnefnd því með því í sinni skýrslu að Bakkaflugvöllur í Landeyjum verði stækkaður og byggður upp sem varaflugvöllur, ef innanlandsflugið flyst til Keflavíkur.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.