Það er enn smá kvóti eftir

10. maí 2007 :

Staða veiðiheimilda - meira eftir nú en á sama tíma í fyrra

Misjafnt er milli krókaaflamarkskerfis og aflamarks hversu mikið er búið að veiða í einstökum tegundum. Í dag 10. maí eru krókaaflamarksbátar búnir að nýta tæp 56% (58%) af þorskinum, en í aflamarkinu var hlutfallið komið í 78% (82%).


Í ýsu snýst þetta við, krókaaflamarksbátar eru búnir með 67% (73%) en skip í aflamarki 58% (63%).


Í steinbít eru krókaaflamarksbátar búnir með 70% (64%) af sínum heimildum, en 90% (98,5%) hafa verið nýtt í aflamarkinu.


Á Fiskveiðiárinu er heimilt að veiða 191,5 (199,1) þús. tonn af þorski, 111,6 (107,4) af ýsu og 12,6 (13,3) þús. tonn af steinbít.
Hlutur krókaaflamarksbáta 35,8 (39,1) þús. tonn í þorski, 22,0 (20,5) í ýsu og 4,8 (5,6) þús. tonn í steinbít.


Tölur í sviga sýna stöðuna 10. maí 2006.

 


Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband