Það er Þorskur út um allan sjó

15. maí 2007 :

Klettur skorar á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann

Stjórn Kletts - félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi – hefur sent frá sér þrjár ályktanir sem fjalla um aukningu veiðiheimilda, dragnóta- og loðnuveiðar. Í ályktunum skorar félagið á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótannn og beita sér fyrir friðun innfjarða og grunnmiða fyrir dragnótaveiðum. Þá fagnar stjórn Kletts stefnu stjórnvalda varðandi loðnuveiðar. Ályktanirnar eru eftirfarandi:

 

Aukning veiðiheimilda

Í ljósi feykilega góðra aflabragða á þorski og mikillar þorskgengdar á fiskimiðum landsmanna, skorar Klettur, félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar þorskkvóta núverandi fiskveiðiárs um 25 – 30 þúsund tonn.
Veiði undanfarinna missera gefur það til kynna að mun meira magn sé af þorski í sjónum en fram hefur komið við mælingar fiskifræðinga, í ljósi þess er kvótaaukning bæði framkvæmanleg og skynsamleg.

 

 

Dragnótaveiðar

Stjórnarfundur svæðisfélagsins Kletts, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, skorar á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að taka nú af skarið og beita sér fyrir friðun innfjarða og grunnmiða fyrir dragnótaveiðum.
Ásókn dragnótabáta bæði stórra og smárra hefur aukist jafnt og þétt á félagssvæði Kletts á undanförnum árum og er nú svo komið að í óefni stefnir.
Það er því sanngjörn krafa að okkar mati að Eyjafirði og Skjálfanda verði lokað fyrir dragnótaveiðum allt árið, og fjörðunum þannig gefið tækifæri á að ala upp ungfisk án þess að stöðugt sé skarkað á búsvæðum hans með stórvirkum dregnum veiðarfærum.

 

 

Loðnuveiðar

Stjórn Kletts, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, fagnar stefnu stjórnvalda varðandi loðnuveiðar. Það að takmarka mjög flottrollsveiðar með svæðastýringu, svo og láta loðnustofninn njóta vafans við mælingar, tryggir næga loðnu til hrygningar og skapar aukið fæðuframboð fyrir okkar helstu nytjastofna t.d. þorsk og ýsu. Þessi stefna hefur gefið þeim aðilum sem vilja byggja upp þorskstofninn og nýta hann á sama tíma án þess að skerða veiðiheimildir nýja von um að uppbyggingin gangi hraðar fyrir sig en annars væri.

 

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Það er ekki furða að menn hafi vaknað af værum blundi á þessu svæði eftir að Sigurjón vinur okkar hefur verið á ferð og er það vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband