16.5.2007 | 18:15
Og kvótinn hækkar
40% verðhækkun á ferskum ýsu- og þorskflökum.
Á fyrstu 3 mánuðum ársins voru flutt út fersk ýsuflök að verðmæti 1,33 milljarðar. Þegar borið er saman meðalverð við sama tímabil 2006 kemur í ljós að það er 40% hærra nú. Þó magnaukning sé aðeins 4% er verðmætaaukningin rúmar 400 milljónir.
Verðhækkunina er að nokkru leyti hægt að skýra til gengisbreytinga, þar sem evran gaf að meðaltali 14% fleiri krónur á fyrstu þrem mánuðum þessa árs en á sama tímabili 2006.
Óbreytt frá fyrra ári fer rúmur helmingur (56%) ferskra ýsuflaka til Bretlands, Bandaríkin (34%) og Frakkland (6%) eru þar á eftir.
Auk ýsunnar var einnig litið á útflutningstölur Hagstofu Íslands um fersk þorskflök. Þar vekur fyrst athygli samdráttur í magni um 30%, þ.a. þó meðalverð hafi hækkað um 40% eins og í ýsunni, minnkaði útflutningsverðmæti um 50 milljónir. Heildarútflutningsverðmæti ferskra þorskflaka nam 1,94 milljörðum á fyrstu þrem mánuðum þessa árs.
Eins og í ýsunni er mest selt af ferskum þorskflökum til Bretlands (45%), næst kemur Belgía (23%) og í þriðja sæti er Frakkland (15%).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.