18.5.2007 | 22:15
ÍBV 1 Reynir Sandgerði 1
Eyjamenn voru heppnir að ná jafntefli við Reynis menn í kvöld . Þessi úrslit hefðu einhvern tíman þótt saga til næsta bæjar. Okkur vantar greinilega sóknarmann og þetta háir liðinu enda var þjálfarinn með miklar hrókeringar inni á vellinum sem getur ekki verið gott eftir að mót er hafið. Vonandi gengur betur í næstu leikjum að öðrum kosti geta menn farið að gleyma öllum draumum um úrvals deildar sæti að ári. ÁFRAM ÍBV.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er í gangi tvö stig úr tveimur heimaleikjum.Það er saga til næsta bæjar
Grétar Pétur Geirsson, 18.5.2007 kl. 23:07
Já Pétur, ég sá einn og einn af eldri stuðnings mönnum ÍBV yfirgefa völlinn þegar Reinir komst yfir frekar döpur sjón því að alvöru stuðnings menn yfirgefa ekki liðið þó á móti blási. Það býr meira í þessu liði heldur en það hefur sínt hingað til. ÁFRAM ÍBV.
Georg Eiður Arnarson, 19.5.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.