Viku fyrir kostningar skrifaði ég, viku eftir síðustu kostningar kom neiðar kall frá Raufarhöfn vegna áhrifa kvótakerfisins hvaðan kemur neiðar kall núna .Svar komið.

Vísir, 18. maí. 2007 16:09

Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri

Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu. Fram kemur í tilkynningu frá eigendum útgerðarinnar að þeir séu í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur af fimm bátum þeirra. Það sé eindreginn vilji forsvarsmanna Kambs að aðstoða starfsfólk við að fá vinnu á svæðinu eða annars staðar í landinu.

Helstu ástæður þess að starfseminni var hætt eru slök samkeppnisstaða á Vestfjörðum, sérstaklega í landsvinnslu, og hafa skuldir félagsins aukist mikið á síðustu árum. Þá er bent á í tilkynningunni að sterk króna ásamt háum vöxtum hafi leikið útflutningsfyrirtæki grátt.

Enn fremur segir í tilkynningunni að Kambur hafi verið háður leigukvóta í rekstri sínum og þrátt fyrir umtalsverð kaup á varanlegum aflaheimildum hafi fyrirtækið á undanförnum árum leigt þúsundir tonna til þess að tryggja hráefni til vinnslu. Leigukvóti hafi hækkað mjög í verði að undanförnu og sömuleiðis verð á varanlegum aflaheimildum. Fyrirtækið sé því mjög skuldsett.

Enn fremur er bent á að flutningskostnaður til Vestfjarða skekki samkeppnisstöðu vestfirskra fyrirtækja. Þá sé erfitt að fá Íslendinga til starfa bæði til sjós og lands.

„Það að vera stærsti vinnuveitandi í litlu þorpi er mikið ábyrgðarhlutverk. Það víkur sér enginn undan þeirri ábyrgð meðan stætt er . Sé viðunandi rekstrargrundvöllur ekki til staðar er engum greiði gerður með áframhaldandi rekstri," segir að endingu í tilkynningunni.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband