Til hamingju með daginn sjómenn 2018

Ótrúlega skrýtin sjómannadagshelgi hjá mér í ár, enda loksins búinn að ná að selja Blíðuna og ekki bara það, heldur Blíðukróna líka. 

Ég hef sagt þetta við nokkrar manneskjur að undanförnu og sum viðbrögð vöktu sérstaka athygli mína og þá sérstaklega þessi: 

Til hamingju, og í hverju á svo að fjárfesta fyrir hagnaðinn?

Mér fannst þetta svo skrítin viðbrögð að ég varð eiginlega orðlaus, en vonandi samt, ef allt gengur upp, þá vonandi dugar það sem fæst fyrir útgerðina fyrir öllum skuldum, en það skýrist eiginlega ekki endanlega fyrr en í lok næsta árs (nokkurn veginn í anda þess sem fram kemur í grein sem ég skrifaði um árið um draum trillukarlsins). 

Það vakti þó sérstaka athygli mína í dag, að í álagningum fyrir síðasta ár, þar sem ég hafði greitt skatt af meintum hagnaði útgerðarinnar, að þá fékk frúin reikning upp á á þriðju milljón vegna ofgreiddra örorku, sem er eiginlega stór furðulegt í sjálfu sér, en ef rétt er, sýnir í raun hversu fáránlegt Íslenska skattakerfið er, enda allar fréttaveitur fullar af fréttum af mönnum sem hafa í raun og veru hærri laun á mánuði heldur en ég og frúin samtals fyrir allt s.l. ár. En nóg um það.

Kvótaárið hér í Eyjum hefur verið nokkuð gott og við sáum t.d. nýlega í fréttum að eyjarnar hafa enn og aftur sett nýtt met í afla, sem er bara frábært og svolítið skrýtið að hugsa til þess að fyrir 4 árum síðan höfðaði Vestmannaeyjabær mál vegna sölu á eyjunum til Síldarvinnslunnar. Mál sem tapaðist þannig að forkaupsréttarákvæðið virkar ekki, en að mati sumra á þessum bátum, sem betur fer, enda fylgir því að renna inn í hin stærstu fyrirtæki í flestum tilvikum, veruleg launa lækkun.

Ég hef aðeins fylgst með umræðum að undanförnu um veiðigjöldin á Alþingi Íslendinga, þar sem nú liggur fyrir frumvarp frá meirihlutanum um lækkun veiðigjalda. Umræðan er að mínu mati á miklum villigötum, en að sjálfsögðu er ég alfarið á móti öllum veiðigjöldum, en finnst eðlilegt að þeir sem fái úthlutað aflaheimildum greiði sanngjarnt gjald til ríkisins, en merkilegt nokkuð, enginn hefur talað fyrir því sem gert var fyrir c.a. 4 árum síðan, þar sem veiðigjöldin voru færð yfir á landaðan afla, sem aftur gerði það að verkum að ég skrifaði greinar sem héti Braskara ríkisstjórnir, en þar var gerð sú breyting að þeir sem leigja frá sér aflaheimildir borga engin aflagjöld af þeim aflaheimildum, heldur lendir reikningurinn á leiguliðunum sem borga okur leiguna og þurfa síðan líka að borga veiðigjöldin til ríkisins.

Ágætur vinur minn úr liði VG sagði reyndar við mig að málið væri flókið, þar sem leiguliðar ættu engan talsmann í Ríkisstjórninni, svolítið skrýtið að það sé einmitt VG sem eru að fara fram á lækkun veiðigjalda yfir línuna. 

Framundan er sumarið, vonandi verður mikið af makríl, vonandi finna menn aftur humarinn, sem virðist vera algjörlega horfinn (vinnubrögð Hafró) og vonandi munu þeir sem erfa skulu landið fá eitthvað meira í arf heldur en skuldir.

Gleðilegan sjómannadag allir sjómenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband