28.5.2007 | 14:51
Mæli með þessari sýningu
Surtsey - jörð úr ægi
Sýningin Surtsey jörð úr ægi rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáir fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Á sýningunni er beitt nýjustu sýningartækni og margmiðlun við kynningu á ómetanlegum niðurstöðum vísindarannsókna í Surtsey.
Surtseyjargosið 19631967 er lengsta gos á sögulegum tíma hér á landi; ný jörð reis úr ægi og vakti athygli leikra og lærðra um allan heim. Surtsey var friðlýst 1965 og hefur frá upphafi verið lifandi rannsóknastöð þar sem vísindamenn hafa stundað rannsóknir í eldfjallafræði, móbergsmyndun, landmótun og rofi, landnámi lífs og þróun vistkerfa.
Surtsey hefur af Íslands hálfu verið tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO yfir náttúruminjar. Sýningin skýrir forsendur fyrir þeirri ákvörðun en það er mat íslenskra vísindamanna að Surtsey hafi mikla sérstöðu meðal eldfjallaeyja jarðarinnar. Búast má við niðurstöðu varðandi tilnefninguna sumarið 2008.
Á þessu ári eru liðin 40 ár frá lokum Surtseyjarelda.
Náttúrufræðistofnun Íslands stendur að sýningunni. Meira um Surtsey á vef NÍ:
Surtsey tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO
Líffræðileiðangur til Surtseyjar 2006
40 ára vöktun eldfjalleyjar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Surtsey..... er það í Færeyjum?
Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 17:54
Ha Ha Ha, svaka fyndið Heiða.
Georg Eiður Arnarson, 28.5.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.